Kompás

Ég býð spenntur eftir Kompásþættinum í kvöld en þá á að halda áfram að fjalla um olíuhreinsistöðina á Vestfjörðum.  Nú verður ekki reynt að toga upplýsingar upp úr Rússum og þeirra líkum.  Nú á að ræða við vestræna aðila sem gefa örugglega betri upplýsingar og þekkja olíuslysin sem víða hafa orðið.  Nú hefur samgöngumálaráðuneytið í samvinnu við Siglingamálastofnun skipulagt nýja siglingaleið fyrir stór skip í Faxaflóa og sunnan við Reykjanes og verða skipin að sigla mun dýpra en áður.  Það sama á auðvita að gera við Vestfirði líka og risaolíuskip 200-300 þúsund tonn ættu ekki að fá að koma nær landi en 50 sjómílur.  Hvernig haldið þið að Vestfirðir og Norðurland yrðu ef 300 þúsund tonna olíuskip sykki úti fyrir Vestfjörðum og straumar bæru olíumengun norður fyrir land.  Mengunin yrði gífurleg og sennilega aldrei bætt.  Á Vestfjörðum eru tvö af stærstu fuglabjörgum heims.  Þar dræpist allt líf og fiskimiðin yrðu öll menguð og fiskurinn syndir um allan sjó og ekkert hægt að gera til bjargar.  Þetta olíurugl er stórhættulegt og að bæjarstjóri Vesturbyggðar skuli láta út úr sér að þessi olíustöð mengi ekkert og hefur það eftir Rússneska sendiherranum, sem hann segir að hafi boðið sér í kaffi til að útskýra málin.  Eitthvað furðulegt hefur nú verið í kaffinu fyrst bæjarstjórinn er svona sannfærður um að heiðarleg fyrirtæki  ætli að standa að þessu máli, bæði rússnesk og vestræn.  Þetta vestræna fyrirtæki er nú bara rússneskt skúffufyrirtæki og skráð á Írlandi.  Það er nú ekki burðugra en það að fyrirtækið hefur ekki síma eða einn einasta starfsmann og hlutaféð er 1.100 evrur eða rúmar 100 þúsund íslenskar krónur og ætlast til að maður trúi því að slíkt fyrirtæki geti staðið fyrir 300 milljarða framkvæmd á Vestfjörðum.  Ég held að bæjarstjórinn ætti að heimsækja einhvern leikskólann í sínu bæjarfélagi og biðja börnin að útskýra fyrir sér að þetta er rugl frá upphafi til enda.  Ég komst að þeirri niðurstöðu um helgina að Vestfirðir fara aldrei í eyði, því ef íslendingar vilja ekki búa þar, þá kemur bara erlent fólk og sest þarna að.  Það eru margir þjóðfélagshópar nánast landlausir í heiminum.  En vonandi kemur ekki til þess ef hlustað verður á tillögur okkar í BBV-Samtökunum og farið eftir þeim.

Jakob Kristinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Flottur pistill.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.4.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Jakob minn, ætla að hlusta á þáttinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 18:36

3 identicon

Jakob!

hvað ert þú að drekka ?

dóritaxi (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Dóritaxi. Jakob er að prufa að drekka rússneskt kaffi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.5.2008 kl. 12:33

5 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Sæl Rósa.

vona að það sé ekki of sterkt fyrir hann því það virðast vera skorður settar á hvað varðar inntöku á auka efnum hjá ykkar málsvara hvað þol snertir og ef hann þolir ekki að vera tekin í naflaskoðun hvað varðar umfjöllun á þeim fyrirtækjum sem eiga að vera hópast til Vestfjarða "að hans sögn" þúsundir dollara/evra/jena/ jafnvel íslkr. allt að koma en vegna þess að bæjarstjóri/stjórn Vesturbyggðar kokgleypir ekki svona bull þá erum við öll sem enn erum hér eftir og ekki trúum á "þetta bull" dæmd til glötunar.

Komið með eitthvað sjáanlegt og áþreifanlegt/ ekki bara segja að vegna leglegra undirtekna verði ekkert af þessu eða hinu.. 

Fishy

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 2.5.2008 kl. 02:37

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Doritaxi. Þannig er mál með vexti að Jakob er öryrki og er nýbyrjaður að vinna. Hann varð fyrir slysi sem gerði það að verkum að hann missti allan mátt í annarri hendi. Hann reyndi og reyndi að fá vinnu en án árangurs en svo datt hann í lukkupottinn og fékk vinnu við sitt hæfi enda búinn að leggja mikið á sig til að ná góðri menntun.  Vegna vinnu sinnar getur hann ekki verið alltaf til staðar hér í bloggheimum til að svara.

Mínar óskir eru hvatning til Vestfirðinga og landsmanna allra að við eigum að rísa upp og heimta leiðréttingu þannig að fólksflóttinn stöðvist. Vona að við getum verið samferða í þeim málefnum.

Baráttukveðjur til þín.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.5.2008 kl. 14:23

7 Smámynd: Jakob Kristinsson

Dóri taxi, ég ætla að láta þig vita að ég smakka ekki áfengi og hef ekki gert sl. 2 ár svo ég er ekki í neinni vímu hvorki af ágengi eða öðru.  Það skiptir mig engu jvort bæjarstjórn Vesturbyggðar eð þeir sem enn búa fyrir vestan trúa  það sem við erum að gera.  En hitt er öllu alvarlegra að íbúar Vestfjarða skuli vera að tala Vestfirði í eyði og ætla ég að nefna nokkur dæmi um málflutning Vestfirðinga:

Jakob Kristinsson, 26.5.2008 kl. 06:38

8 Smámynd: Jakob Kristinsson

Því miður vistaðist hjá mér athugasemdin áður en ég var búinn en dæmin sem ég ætlaði að nefna eru eftirfarandi og koma öll frá Vestfirðingum:

1.   Þarna eru eru verstu vegir landsins.

2   Atvinnuástand ótryggt og lélegt.

3.  Skólamál ekki í nógu góðu lag.

4.  Sveitarfélögin í hinu mesta basli.

5.  Allt sem er neikvætt finnst á Vestfjörðum.

6.  Fólki fækkar stöðugt.

7.  Þarna er ömurlegt að búa.

Hvernig væri nú að reyna að snúa þessu við og draga fram allt það jákvæða sem Vestfirðir hafa uppá að bjóða í stað þess að vera með eilíft nöldur um að allt sé ómögulegt.  Með þessu háttarlagi eru Vestfirðingar að útrýma sjálfum sér.

2. 

   1. 

Jakob Kristinsson, 26.5.2008 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Kristinsson

Höfundur

Jakob Kristinsson
Jakob Kristinsson

Þetta er síða BBV-samtakanna og hér er öllum leyft að skrifa og koma með hugmyndir

Til að skrá sig inn er Notendanafn: bbv1950 og lykilorð 231122 Þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökum, skrá sig inn og er nóg að skrifa nafn, heimilisfang og kennitölu.  Þa sem ekki hefur enn tekist að setja upp lista þar sem þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökunum munum við nota gestabókina til þess og fólk skráir sig inn á síðuna og setur síðan nafn, heimilisfang, símanúmer og kennitölu og er þá um leið orðnir félagar í BBV-Samtökunum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Skipaskurður 2
  • canal locks2
  • Skipaskurður
  • Tálkni
  • c documents and settings owner my documents my pictures cesil img 3810 293710

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 9623

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband