Hvaða áhugaleysi er þetta?

Ég er nú bara orðinn steinhissa á áhugaleysi íbúa Vestfjarða á starfi okkar í BBV-Samtökunum.  Þeir aðilar sem sýna okkar starfi mestan áhuga eru erlendir.  Við höfum nú í hendi um 1000 störf og nokkra milljarða í peningum til framkvæmda, en það furðulega er að áhugi Vestfirðinga er lítill sem enginn.  Ætla Vestfirðingar bara að fljóta sofandi að feigðarósi og horfa þegjandi á að stjórnvöld í þessu landi eru búin að taka ákvörðun um að leggja Vestfirði í eyði.  Er fólki virkilega alveg sama hvað verður um þennan landshluta?  Ef svo er þá er allt okkar starf unnið fyrir lítið.  Á Vestfjörðum býr gott og duglegt fólk og ég læt segja mér það tvisvar áður en ég trúi að þetta fólk ætli að fremja svo gott sem sjálfsmorð og skilja við Vestfirði í rúst og í algerri eyði.  Það er ekkert annað en aumingjaskapur að berjast ekki á móti þessari þróun með öllum tiltækum ráðum.  Fólk má ekki vera svo pólitískt blint að það tortími sinni heimabyggð og sjálfum sér með.  Það liggur fyrir að þessari þróun má snúa við ef áhugi heimamanna væri fyrir hendi, ef hann er það ekki verður auðvitað ekkert gert.  Við í BBV-Samtökunum reiknuðum með að fá heimamenn í lið með okkur, því við getum ekki komið vaðandi inn á svæðið og hafið framkvæmdir í óþökk heimamanna.  En hjá okkur er engin uppgjöf. 

Þetta skal verða að veruleika og fríríkið Vestfirðir verður stofnað hvað sem hver segir.

Jakob Kristinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Kristinsson

Það er mér sárt sem fyrrum Vestfirðingi að verða vitni að slíku áhugaleysi, á sama tíma og ráðamenn á Vestfjörðum daðra við rússneska glæpamenn.  Mikið fannst mér nú barnalegt af bæjarstjóra Vesturbyggðar að láta út úr sér í Kastljósi, að rússneski sendiherrann hefði boðið sér í kaffi og það sýndi hvað allt væri heiðarlegt og flott í sambandi við olíuhreinsistöðina.  Við í BBV-Samtökunum getum alveg boðið þessum manni í kaffi ef það er það eina sem þarf til að hann skilji í hvaða stöðu Vestfirðir eru.

Jakob Kristinsson, 23.4.2008 kl. 12:22

2 identicon

Spurning : Ef Fríríkið Vestfirðir verður að veruleika, myndum við halda okkur við Íslensku Krónuna eða taka upp Evru eða aðra mynt?

- (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 15:17

3 Smámynd: Jakob Kristinsson

Auðvitað aðra mynt sennilega ganga í Evrópusambandið og taka þar með upp evru.

Jakob Kristinsson, 26.5.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Kristinsson

Höfundur

Jakob Kristinsson
Jakob Kristinsson

Þetta er síða BBV-samtakanna og hér er öllum leyft að skrifa og koma með hugmyndir

Til að skrá sig inn er Notendanafn: bbv1950 og lykilorð 231122 Þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökum, skrá sig inn og er nóg að skrifa nafn, heimilisfang og kennitölu.  Þa sem ekki hefur enn tekist að setja upp lista þar sem þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökunum munum við nota gestabókina til þess og fólk skráir sig inn á síðuna og setur síðan nafn, heimilisfang, símanúmer og kennitölu og er þá um leið orðnir félagar í BBV-Samtökunum.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Skipaskurður 2
  • canal locks2
  • Skipaskurður
  • Tálkni
  • c documents and settings owner my documents my pictures cesil img 3810 293710

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband