Olíuhreinsistöð

Það var mjög góð úttekt hjá Kastljósi á hinni væntanlegu olíuhreinsistöð.  Þar kom fram að þegar verið er að ræða um að þetta séu bæði rússnesk og vestræn fyrirtæki, sem ætli að standa að þessari risaframkvæmd.  Þá kemur nú í ljós að Rússar eru að koma sér fyrir á stað þar sem þeir teljast með vestrænum fyrirtækjum.  Öll tengsl þessara rússnesku fyrirtækja við vesturlönd eru skúffufyrirtæki, sem eru notuð til að geyma peninga sem forustumenn þessara eru að stela frá fyrirtækjunum.  Það er rætt um að það fyrirtæki sem yrði í samstarfi við íslendinga um 300 milljarða framkvæmd er staðsett á Írlandi og er nú ekki sterkara en það að hlutafé þess er 1.100 evrur.  Þetta er rugl og vitleysa frá upphafi til enda og verður aldrei framkvæmt, sama hvað bæjarstjóri Vesturbyggðar drekkur marga kaffibolla hjá rússneska sendiherranum.

Jakob Kristinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er viss um að allt Kastljósfólk sé þakklátt fyrir hrósyrðin, Jakob. Þú ert væntanlega að fjalla um umfjöllun Kastljóss í fyrra.

Skrítið hins vegar að þú tjáir þig ekki um umfjöllun Kompáss nú nýverið.

... eða er kannski eitthvert rugl og vitleysa í gangi hjá þér?

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með þér Jakob.  En ef til vill sá Jakob ekki Kompás nýverið Friðrik.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Langur í mér fattarinn, sorrý, skil hvað þú ert að meina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Ég fór í Bænagöngu í morgunn. Allir staðirnir sem tóku þátt í Bænagöngunni var úthlutað eitt bænarefni og svo máttum við biðja fyrir því sem við vildum. Við að sjálfsögðu lögðum áherslu á Vopnafjörð og Vopnfirðinga. Enn bænarefnið okkar sem okkur var úthlutað líkaði mér mjög vel og brosti ég þegar ég las það.

Yfirskrift bænarefnisins var: Umhverfismál:

"Guð gefi okkur visku til að fara vel með landið. að eðlilegt jafnvægi sé á nýtingu lands og umhverfisvernd. Virkjanamálum og stóriðjuframkvæmdum sé stýrt af réttsýni og skynsemi. að við sem einstaklingar mættum fara vel með þessar gjafir Guðs."

Á meðan við vorum á göngunni þá hringdi síminn og ég beðin um að tala í beinni útsendingu hjá Útvarpsstöðinni Lindinni sem skipulagði Bænagönguna. Ég byrjaði að segja þeim frá bænarefninu sem okkur var úthlutað. Ég sagði þeim að ég teldi að það hefði verið einn stór galli á Kárahnjúkavirkjun. Það var að steinefnin sem eiga að fara til sjávar skuli vera stöðvuð við stífluna. Ég tel að þarna sé verið að stöðva hringrás sköpunar Guðs. Steinefnin eiga að fara út í lífríkið í sjónum.

Síðan sagði ég þeim að ég hefði beðið gegn Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum og taldi upp ókosti eins og mengun umhverfis stöðina, og í sjónum næst Olíuhreinsistöðinni og við vitum að það myndi menga út frá sér með tíð og tíma. Einnig talaði ég um olíuflutningaskipin sem myndu sigla þarna fyrir utan. Þessi skip gætu farist og þá yrði mikið mengunarslys sem myndi smita fjörurnar umhverfis landið en auðvita mest á Vestfjörðum. Ég trúi á mátt bænarinnar og ég trúi því að ég verði bænheyrð.

Ég heyrði að fólk fyrir vestan væri að hnýta í okkur en að sjálfsögðu er það undir þeim komið hvað þau vilja gera. Hvort þau vilja stöðva flóttann frá Vestfjörðum eða ekki. Ég er allavega mjög hissa ef Vestfirðingar eru ánægðir með þróun mála, ég er ekki ánægð með þróun mála hér á Vopnafirði. Ef fólk getur ekki lengur unnið erfiðisvinnu þá er lítið framboð og þá verður fólkið að flytja. Það er mikill missir fyrir Vopnafjörð og það hlýtur líka að vera missir fyrir Vestfirðinga þegar þeim fækkar. Landsbyggðin þarf að rísa upp og segja, nú er nóg komið. Landsbyggðarfólkið hafa verið þrælar fyrir snobbið sem ríkisstjórnin sér um að stjórna. Við höfum skaffað og skaffað peninga í ríkissjóð sem hafa verið notaðir í ýmislegt ógagnlegt á meðan landsbyggðin er svelt. Er það þetta sem Vestfirðingar vilja áfram og landsbyggðin öll?

Gleðilegt sumar.

Baráttukveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Af hverju leiðréttir Jakob ekki færslu sína? Halló?

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.4.2008 kl. 12:24

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Aftur: Af hverju leiðréttir Jakob ekki færslu sína? Halló?

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.4.2008 kl. 18:40

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Enn á ný: Af hverju leiðréttir Jakob ekki færslu sína?

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.4.2008 kl. 22:52

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég skal leiðrétta færsluna núna.  Það átti ekki að standa þarna Kastljós heldur Kompás og ég er að fjalla um þann þátt, sem var núna nýlega.  En ekki einhvern gamlan Kastljósþátt.  Ertu sáttur við þetta Friðrik?

Jakob Falur Kristinsson, 26.4.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Kristinsson

Höfundur

Jakob Kristinsson
Jakob Kristinsson

Þetta er síða BBV-samtakanna og hér er öllum leyft að skrifa og koma með hugmyndir

Til að skrá sig inn er Notendanafn: bbv1950 og lykilorð 231122 Þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökum, skrá sig inn og er nóg að skrifa nafn, heimilisfang og kennitölu.  Þa sem ekki hefur enn tekist að setja upp lista þar sem þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökunum munum við nota gestabókina til þess og fólk skráir sig inn á síðuna og setur síðan nafn, heimilisfang, símanúmer og kennitölu og er þá um leið orðnir félagar í BBV-Samtökunum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Skipaskurður 2
  • canal locks2
  • Skipaskurður
  • Tálkni
  • c documents and settings owner my documents my pictures cesil img 3810 293710

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband