Ætla Vestfirðingar að klikka

Við sem erum búin að leggja á okkur mikla vinna við að undirbúa stofnun Fríríkisins Vestfirðir, erum talsvert vonsvikin með viðbrögð Vestfirðinga.  Þau hafa flest verið á neikvæðum nótum og maður sem kallar sig Dóri/taxi hefur verið að skrifa á móti okkur.  Um þau skrif segi ég bara að þau eru bull frá upphafi til enda.  Byggjast mest á kjaftasöfum frá Patreksfirði.  Og ég spyr Vestfirðinga, eru þið á móti að byggja upp Vestfirði og skapa þar gott mannlíf og mikla vinnu?  Ég er farinn að efast og vilja Vestfirðingar kannski  ekki taka þátt í að bjarga málum.  Ef svo er þá er öll okkar vinna unnið fyrir lítið og spurning hvað við nennum að standa lengi í þessu ef heimamenn vilja ekki spila með.  Kjaftasögur fá Patreksfirði  eiga ekki að ráða framtíð Vestfjarða og ég veit að á Vestfjörðum býr velhugsandi og duglegt  fólk og það á að ráða frekar en kjaftasögur Patreksfirðinga með Dóra/taxa í fararbroddi.  Þannig vinnur ekki heilbrigt fólk og Dóri minn vinsamlega haltu kjafti  á meðan við framkvæmum okkar verk.  Vertu aðeins þolinmóður, þetta kemur fyrr en þig grunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Mæli ekki með því að segja mönnum að halda kjafti. Ekki málefnalegt. Ég mæli hins vegar með því að þú notir stafsetningarpúkan til að yfirfara stafsetningarvillur. Það á til að gefa færslum meira vægi ef þeir eru ekki fullar af stafsetningar og ásláttarvillum. Veit reyndar ekki hver skrifaði þessa færslu en verð að segja að hún er óvenju óvönduð miðað við það sem áður hefur komið frá Jakobi.

Ársæll Níelsson, 4.4.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Er þetta ekki kallað að skjóta sig í löppina ?

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 5.4.2008 kl. 18:11

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar mínir.

Byrjunin er að kynna málefnin og það gerum við með því að opna bloggsíðu og einnig þurfum við að heimsækja Vestfirðinga og taka púlsinn.

Við erum örugglega öll sammála um að á Íslandi ríkir mikið óréttlæti. Það er mokað undir þá ríku á meðan aðrir verða fátækari og fátækari. Eignir ríkisins hafa verið færðar á silfurfati til fólks sem var í metum hjá ríkisstjórn Davíðs Oddssonar þegar faraldur einkavæðingar gekk yfir landið. Mikið af þessum peningum sem lágu í þessum eigum ríkisins voru skaffaðir frá Vestfjörðum.

Við vitum að Guð hefur gefið Vestfirðingum miklar auðlindir sem þeir mega ekki nota vegna viðbjóðslega kvótakerfisins sem var sett á þegar Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson voru í einni sæng saman í ríkisstjórn. Vestfirðingar eru búnir að skaffa og skaffa í ríkiskassann og á meðan fengu þeir ekkert í uppbyggingu á Vestfjörðum. Ég gat allavega ekki séð það þegar ég var þarna á ferð  1984 á vegum Vestfjarðar og hægt finnst mér þokast í hvert skipti sem ég hef verið þarna á ferð og nú er árið 2008. Á þessum árum voru mikil uppgrip á Vestfjörðum og peningarnir notaðir í allt annað en að gera lífið bærilegra fyrir Vestfirðinga.

Nú finnst mér þróunin vera mjög neikvæð í atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa þurft að loka vegna kvótaleysis og annarra ástæðna. Fólk flyst burtu vegna þess að það er enga atvinnu að hafa. Það munar um hvern og einn sem fer, upp á gjöld sem annars myndi renna til þorpanna sem þetta fólk átti heima í.

Þessa þróun þarf að stoppa og Vestfirðingar þurfa að rísa upp og segja hingað og ekki lengra. Vestfirðingar eiga sama rétt og fólk í Reykjavík til að lifa og það á Vestfjörðum. Ef stjórnvöld vilja ekki snúa við þessari neikvæðu þróun þá er hægt að tala um næsta skref hvort eigi þá að gefa ráðamönnum langt nef og stofna Fríríki.

Reynum nú að standa saman og koma með góðar hugmyndir um hvað má gera betur. Tökum eitt skref í einu. 

Vinnum markvisst að velferð Vestfirðinga.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.4.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég tek undir það, stöndum saman og setjum fram markmið, og gagnrýnum og komum með úrræði.  Þannig vinnst allt betur.  Dóri Taxi er þetta ef til vill frændi minn úr djúpinu ? 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2008 kl. 15:13

5 Smámynd: Aida.

Eg tek undir það sem Rósa segir hér.

Auðvita eigum við ekki að gefast upp.

'Ástandið hér á Vestfjörðum er hrikalegt og þó að Dóri segir kjaftæði hér á Patró, þíðir það ekki að allir gera það sem hér búa.

'Eg bið fyrir þér Jakob, og það sem er að vinnast.

Einnig bíð ég fyrirmæla ef ég get gert eitthvað.

Kær kveðja.

Aida., 6.4.2008 kl. 19:06

6 Smámynd: Aida.

Svo er Dóri ekki Patró, heldur part af Patró.

Aida., 6.4.2008 kl. 19:09

7 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Ásthildur. Ég er ekki ættaður úr djúpinu ég er Breiðfirskur Vestfirðingur fæddur á Barðaströndinni en ég þori valla að tjá mig mikið þegar hlutirnir eru viljandi misskildir og afbakaðir, sjá dæmi " Dóri/taxi hefur verið að skrifa á móti okkur, kjaftasögur Patreksfirðinga með Dóra/taxa í fararbroddi, og þó að Dóri segir kjaftæði hér á Patró " þetta er bara barnaskapur að segja svona þó ég hafi lagt spurningar fyrir Jakob og sagt í gríni að þessi barátta væri lík þeirri sem riddarinn Don Kikotie háðði sem ég sé reyndar ekkert miður við og first "hershöfðingjar" þessa hers geta hvorki tekið smá gríni eða svarað málefnalega án þess að segja fólki að halda kjafti þá er nú best að draga í land því að eins og máltækið segir " sá vægir sem vitið hefur "

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 6.4.2008 kl. 22:23

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Dóri/taxi. Gott að þú ert skynsamur og ætlar ekki að vera að þrasa. Ég átti frænku sem flutti á Barðaströnd. Hún hét Díana og vorum við systkinadætur. Hún átti heima á Ytri-Múla og var gift Einari Sigurbrandssyni. Elsta dóttir hennar er hér að blogga og þú sérð hana hér á þessari síðu sem bloggvin.

Nú bið ég þig um að koma með tillögur um hvað má gera betur til að Vestfirðir megi blómstra á ný? Hvernig eru vegirnir  frá Patreksfirði núna og í átt að Gilsfirði? Síðast þegar ég fór þarna voru þeir ekkert spés en það hefur áunnist heilmikið í Ísafjarðardjúpi. Vonandi er hægt að finna betri tækni til að bora í fjöll. Mér finnst þetta hafa tekið alltof mikinn tíma að bora eins og núna á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.  

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.4.2008 kl. 22:42

9 Smámynd: Jakob Kristinsson

Það getur vel verið að fyrir komi stafsetningarvillur hjá mér, en þá verður að taka tillit til þess að mín vinstri hönd er lömuð og verð ég því að skrifa allt með annarri hendinni.  Hver skaut hvern í löppina Dóri/taxi?  Það var alla veganna ekki ég.  Erlingur hvað áttu við með að stofna project?,  Það er allt í lagi að segja mönnum að halda kjafti ef frá þeim kemur ekkert nema bull og rugl, því allt slíkt er til að tefja það verkefni sem við erum að vinna að og þar á ekki bæjarslúður neitt erindi.  Eitt að lokum ef menn eru að gagnrýna málfræði annarra Ársæll, þá er það lámark að þeir skrifi rétt má, en þú segir frá Jakobi.  Mitt nafn er ekki fallbeygt svona heldur er sagt frá Jakob.  Ég þakka þér þín skrif arabína.  Dóri máltækið er nú svona "Sá vægir sem vitið hefur meira"  því allir hafa jú eitthvað vit þótt það sé misjafnt eftir fólki.  Ég get alveg tekið gríni ef það er málefnalegt en ekki slúður og rugl.

Jakob Kristinsson, 10.4.2008 kl. 11:36

10 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Hello

Sæll Jakob: ég hjó eftir nokkrum atriðum í skrifum þínum, þú segir að þú notir bara aðra höndina við skrif þín og þess vegna séu á ferð villur væru þær ekki helmingi fleiri ef þú notaðir báðar og að mínu áliti og margra annarra er ekki í lagi að segja fólki að halda KJAFTI  það segir bara það að menn eru komnir í nauðvörn og orðnir orðlausir en að lokum JAKOB  ég skal vera fyrstur manna "ef ég verð á lífi þegar sá dagur rennur upp" til að taka ofan minn hatt "á nokkra" þegar þessi draumur ykkar verður að veruleika. 

PhewÞað var að ásettu ráði að sleppa orðinu "meira"

Svo mörg verða mín orð.

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 11.4.2008 kl. 17:49

11 Smámynd: Jakob Kristinsson

Villurnar yrðu ekki fleiri þótt ég notaði báðar hendur og ég get sagt þér það að áður en ég lenti í þessu slysi sem lamaði mig að hluta, þá gat ég skrifað á lyklaborðið með lokuð augun og það lærði ég á Bifröst á sínum tíma.

Farðu að gera hattinn kláran Dóri minn, því þetta fer að styttast og ekki langt að bíða.  Sem fyrrverandi sjómaður finnst mér allt í lagi að segja fólki að halda kjafti ef það er ekki málefnalegt.

Jakob Kristinsson, 12.4.2008 kl. 09:47

12 Smámynd: Jakob Kristinsson

Ég tel mig ekki vera í neinni nauðvörn eða eiga ekki til orð.  Það sem ég er að gera er að bjarga Vestfjörðum frá því að fara í eyði og snúa þróuninni við þ.e. að fólk fari að flytja til Vestfjarða en ekki frá.

Jakob Kristinsson, 13.4.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Kristinsson

Höfundur

Jakob Kristinsson
Jakob Kristinsson

Þetta er síða BBV-samtakanna og hér er öllum leyft að skrifa og koma með hugmyndir

Til að skrá sig inn er Notendanafn: bbv1950 og lykilorð 231122 Þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökum, skrá sig inn og er nóg að skrifa nafn, heimilisfang og kennitölu.  Þa sem ekki hefur enn tekist að setja upp lista þar sem þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökunum munum við nota gestabókina til þess og fólk skráir sig inn á síðuna og setur síðan nafn, heimilisfang, símanúmer og kennitölu og er þá um leið orðnir félagar í BBV-Samtökunum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Skipaskurður 2
  • canal locks2
  • Skipaskurður
  • Tálkni
  • c documents and settings owner my documents my pictures cesil img 3810 293710

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 9674

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband