15.3.2008 | 18:47
Þetta eru Vestfirðir
Hér koma nokkrar myndir frá Vestjörðum;
Bolungarvík að sumri til vinstri og Dynjandisfossar til hægri og er þar mest áberandi Fjallfoss
Hér er Bolungarvík að vetri til og við hlið hennar er mynd úr Dýrafirði.
Til vinstri er mynd frá Breiðuvík og við hlið hennar er mynd af brimi á Vestfjörðum
Báðar þessar myndir eru af Drangaskörðum á Ströndum
Hér til hægri eru Bjargtangar, sem er vestasti hluti Evrópu og til vinstri er Arnarfjörður
Hér er horft niður í Norðdal í Arnarfirði en þar á Matthías Bjarnason fv. ráðherra sumarbústað ofl.
Ég vil að lokum hvetja alla sem eiga fallegar myndir frá Vesfjörðum að setja þær hér inn á síðuna, svo fólk átti sig vetur hvílík náttúrufegurð er víða á Vestfjörðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 16:04
Okkur tókst það
Það sem byrjaði sem grín á milli okkar sem höfum verið að undirbúa þetta og við erum öll á móti olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Er orðið svo miklu stærra og meira mál en okkur hefði nokkurn tíma dottið í hug, við settum upp smá leikþátt á minni bloggsíðu, þar sem við vorum að deila um Vestfirði og til að fá nógu mikla athygli stilltum við upp draumakenndri mynd af Vestfjörðum, sem Paradís á jörðu. Þetta var vel skipulögð hernaðaráætlun hjá okkur þremur og viti menn hún sló í gegn. Það hefur oft verið rætt um stóriðjulausa Vestfirði, sem væri eini landshlutinn með nánast ósnortinni náttúru. Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði talaði mikið fyrir því máli, en svo kom þetta olíuhreinsi-rugl uppá borði og látið fylgja með að um 500 störf væru í boði og af því talsvert af háskólamenntuðu fólki. Halldór gleypti þetta hrátt og sagði; "Nú stendur Vestfirðingum til boða 500 störf og ef þeir sem vilja vernda náttúru Vestfjarða geta komið með eitthvað álíka í störfum þá er því vel tekið". Ég hef skrifað talsvert um þessa stöð og greinilegt að þeir sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum, sem fóru í skoðunarferð til Evrópu og skoðuðu slíkar stöðvar, hafa ekki unnið sína heimavinnu. Ég hef kynnt mér talsvert rekstur svona stöðvar og niðurstaða mín var eftirfarandi;
1. Í fyrsta lagi starfa ekki 500 manns við slíka stöð þótt með væri talið öll afleiddu störfin t.d. þjónusta, verslun ofl. heldur eru störfin á bilinu 50 til 100 eftir stærð stöðvarinnar.
2. Í mörgum löndum er svona starfsemi bönnuð vegna mengunar og umhverfispjalla.
3. Síðast og ekki síst er bullandi tap á svona rekstri, nema þar sem hægt er að tengja þær með lögnum frá þeim stað sem hráolíunni er dælt upp.
Þannig að þetta er svo kolrugluð hugmynd að Hómer Simson hefði ekki tekið þátt í slíku og fær hann nú margar skrýtnar hugmyndir.
Eftir að við sendum frá okkur fréttatilkynninguna hefur varla stoppað hjá mér síminn og ég hef varla undan að svara öllu þeim tölvupósti sem fyllir mitt pósthólf oft á dag. Stuðningurinn kemur víða að og ég ætla að nefna hér á eftir nokkur atriði svo fólk skilji að þetta er unnið af fullri alvöru af okkur þremur, auk fjölda annarra:
1. Það var hringt í mig frá ferðskrifstofu í Þýskalandi og mér sagt að það væri fjárfestir þar í landi tilbúinn að byggja hótel á Vestfjörðum á stærð við Hótel Sögu og mér var líka sagt að Vestfirðir væru að verða eitt af örfáum stöðum í heiminum með nær ósnortna náttúru. Hvað ætli vinni margir á Hótel Sögu? Örugglega fleiri en þessi olíustöð átti að útvega atvinnu.
2. Síðan var hringt aftur frá sömu ferðaskrifstofu og sagt að það væri kominn annar aðili sem vildi byggja flugvöll og allt sem til þarf. Hann var með þá hugmynd að vera með útsýnisflug fyrir ferðamenn og var tilbúinn til að gera Þingeyraflugvöll að millilandaflugvelli svo farþegar gætu flogið beint frá Keflavík eða Þýskalandi til Vestfjarða. Þar koma örugglega 100-200 störf.
3. Síðan hefur mikið af háskólamenntuðu fólki lýst sig tilbúna að flytja til Vestfjarða um leið og störf væru kominn við sitt hæfi. Við verðum líka að átta okkur á því að þegar stórir erlendir fjárfestar taka sig til og vilja nýta sitt fjármagn til uppbyggingar á einhverju svæði, þá er ekki verið að horfa í hvort eitthvað kosti nokkrum hundruðum milljónum meira eða minna. Það munu milljarðar streyma inn til Vestfjarða. Nú er ekki langt í það að við getum mætt hjá Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og sagt við hann "Hér hefur þú lista yfir 500-600 störf sem munu koma til Vestfjarða á næstunni, gjörðu svo vel." Það voru einmitt svona atriði sem við vorum með í huga þegar við sögðum að það ætti að nýta þennan fjársjóð, sem náttúra Vestfjarða er. Og ég get líka sagt frá því að í einu samtalinu var ég spurður um hvort ekki væri erfitt að fara á milli Suðursvæðis Vestfjarða og Norðursvæðis og ég sagði við manninn að það væri oftast ófært yfir veturinn en það væri víst komin áætlun að bora göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, en það væru víst nokkur ár þangað til slíkt yrði tekið í notkun. Hann svaraði mér þannig; "Er nokkuð sem gæti bannað að mitt fyrirtæki bara boraði í gegnum þau fjöll sem þyrfti svo þetta yrði í topp lagi" Ég sagði honum að ef okkur tækist að framkvæma hugmyndina um Frí-ríkið þá stoppaði það ekkert, svarið kom um leið. "Þá bara gerum við það og greiðum fyrir." Það var greinilegt af samtölunum við þjóðverjana að þeir voru búnir að undirbúa sig vel og vinna sína heimavinnu. Nú verður að breyta hugsunarhættinum á Vestförðum ekki lifa alltaf í núinu, heldur horfa til framtíðar. Núna er þetta að verða svo umfangsmikið og ég í fullri vinnu og kemst ekki yfir að sinna þessu og því verður að ráða starfsmann í þetta verkefni og mun ég óska eftir því við Byggðastofnun á mánudaginn að hún veiti styrk og greiði væntanlegum starfsmanni laun. Ég vil svo að lokum þakka þeim Ásthildi og Rósu fyrir samstarfið þær stóðu sig eins og hetjur og síðast en ekki síst snillingnum okkar honum Reynir Pétri, sem er núna búinn að hanna fjórar gerðir að fánum. Þar sem þetta hefur farið fram á minni bloggsíðu hef ég kannski verið meira áberandi en þær Ásthildur og Rósa, en á þeirra stuðnings hefði ég aldrei þorað að gera þetta einn og afþakka að ég eigi einhver heiður skilin umfram þær. Nú verða kaflaskipt undirbúningsnefndin hefur komið þessu af stað og næsta verkefni er að stofna BBV-Samtökin og fá þau skráð og kennitölu og kjósa síðan stjórn og halda áfram að berjast þar til Frí-ríkið BBV verður að veruleika. Ég vil að lokum þakka ykkur öllum sem hafið komið að þessu og að sjálfsögðu mun ég verð virkur félagi í samtökunum. Við gefum nú ekki hverjum sem er börnin okkar.
JK
Bloggar | Breytt 16.3.2008 kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.3.2008 | 11:50
Ný bloggsíða
Þetta er heimasíða BBV-Samtakanna, en þar sem ekki er búið að ganga frá formlegri skráningu er þetta sett upp í mínu nafni en seinna verður gerð skemmtileg heimasíða. Til að allir geti skrifað hér og skráð sig inn þá gef ég upp notendanafn og lykilorð:
1. Notendanafn: bbv1950
2. Lykilorð: 231122
Eftirfarandi var send fjölmiðlum í dag:
FRÉTTATILKYNNING
Nú hafa bloggarar á bloggi mbl.is tekið höndum saman og ætla að stofa samtök sem þau sammstafa BBV-Samtökin. Þau ætla að berjast fyrir atvinnu- og mannlífi á Vestförðum. Stöðva væntanlega olíuhreinsistöð og eru með margar hugmyndir til að auka störf. Þar sem samtökin hafa ekki verið formlega stofnuð er þetta núna á kennitölu Jakobs Kristinssonar í Sandgerði, það mun fljótlega verða opnuð heimasíða. Þetta eru ekki flokkspólitísk samtök og hópurinn stendur saman af fólki víða af landinu og það sem sameinar þessa bloggara er að allir, ýmist eiga ættir að rekja til Vestfjarða eða eru þar búsettir. Einnig er líka fólk sem vill styðja Vestfirði, nú þegar eru búnir að skrá sig nokkur hundruð manns. Allar upplýsingar um þetta má lesa á blogg-síðu Jakobs, sem er jakobk.blog.is það sem þessi samtök ætla að gera er að koma með ný störf sem munu byggjast á því að nýta hina ósnortna náttúru Vestfjarða og ekki síður að sanna þjóðinni í eitt skipti fyrir öll að Vestfirðir geta staðið á eigin fótum og bjarga sínum málum sjálfir ef þeir fá til þess frið fyrir stjórnvöldum þessa lands, sem fram að þessu hafa ekkert gert til að stöðva hinn mikla fólksflótta af svæðinu og öll umræða um Vestfirði verið neikvæð og sumir telja að þar búi ekkert fólk nema sérvitringar og hugsi ekki um neitt nema úreltar atvinnugreinar eins og sjávarútveg og landbúnað og vilji ekki horfa til framtíðar. Vestfirðir eiga nefnilega dýrmæta fjársjóði og með því að nýta þá er hægt að snúa þessari þróun við og fólk fer að vilja flytja til Vestfarða en ekki frá.
Í undirbúningshópnum fyrir þessi nýju samtök eru:
1. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, Ísafirði
2. Jakob Kristinsson, Sandgerði
3. Rósa Aðalsteinsdóttir , Vopnafirði
f.h. BBV-samtökin Jakob Kristinsson (JK)
Bloggar | Breytt 16.3.2008 kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.3.2008 | 11:43
Ný bloggsíða
Þetta er heimasíða BBV-Samtakanna, en þar sem ekki er búið að ganga frá formlegri skráningu er þetta sett upp í mínu nafni en seinna verður gerð skemmtileg heimasíða. Til að allir geti skrifað hér og skráð sig inn þá gef ég upp notendanafn og lykilorð:
1. Notendanafn: bbv1950
2. Lykilorð: 231122
Eftirfarandi var send fjölmiðlum í dag:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jakob Kristinsson
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar