7.3.2008 | 11:50
Ný bloggsíða
Þetta er heimasíða BBV-Samtakanna, en þar sem ekki er búið að ganga frá formlegri skráningu er þetta sett upp í mínu nafni en seinna verður gerð skemmtileg heimasíða. Til að allir geti skrifað hér og skráð sig inn þá gef ég upp notendanafn og lykilorð:
1. Notendanafn: bbv1950
2. Lykilorð: 231122
Eftirfarandi var send fjölmiðlum í dag:
FRÉTTATILKYNNING
Nú hafa bloggarar á bloggi mbl.is tekið höndum saman og ætla að stofa samtök sem þau sammstafa BBV-Samtökin. Þau ætla að berjast fyrir atvinnu- og mannlífi á Vestförðum. Stöðva væntanlega olíuhreinsistöð og eru með margar hugmyndir til að auka störf. Þar sem samtökin hafa ekki verið formlega stofnuð er þetta núna á kennitölu Jakobs Kristinssonar í Sandgerði, það mun fljótlega verða opnuð heimasíða. Þetta eru ekki flokkspólitísk samtök og hópurinn stendur saman af fólki víða af landinu og það sem sameinar þessa bloggara er að allir, ýmist eiga ættir að rekja til Vestfjarða eða eru þar búsettir. Einnig er líka fólk sem vill styðja Vestfirði, nú þegar eru búnir að skrá sig nokkur hundruð manns. Allar upplýsingar um þetta má lesa á blogg-síðu Jakobs, sem er jakobk.blog.is það sem þessi samtök ætla að gera er að koma með ný störf sem munu byggjast á því að nýta hina ósnortna náttúru Vestfjarða og ekki síður að sanna þjóðinni í eitt skipti fyrir öll að Vestfirðir geta staðið á eigin fótum og bjarga sínum málum sjálfir ef þeir fá til þess frið fyrir stjórnvöldum þessa lands, sem fram að þessu hafa ekkert gert til að stöðva hinn mikla fólksflótta af svæðinu og öll umræða um Vestfirði verið neikvæð og sumir telja að þar búi ekkert fólk nema sérvitringar og hugsi ekki um neitt nema úreltar atvinnugreinar eins og sjávarútveg og landbúnað og vilji ekki horfa til framtíðar. Vestfirðir eiga nefnilega dýrmæta fjársjóði og með því að nýta þá er hægt að snúa þessari þróun við og fólk fer að vilja flytja til Vestfarða en ekki frá.
Í undirbúningshópnum fyrir þessi nýju samtök eru:
1. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, Ísafirði
2. Jakob Kristinsson, Sandgerði
3. Rósa Aðalsteinsdóttir , Vopnafirði
f.h. BBV-samtökin Jakob Kristinsson (JK)
Um bloggið
Jakob Kristinsson
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Jakob hetjan okkar
Nú er ekki aftur snúið
Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar og Arnarfjarðar
Áfram Vestfirðingar
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 16:39
Gangi ykkur vel í þessari baráttu.
Jens Sigurjónsson, 7.3.2008 kl. 16:42
Bestu óskir um gott gengi í baráttunni.
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi, 11.3.2008 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.