16.3.2008 | 12:42
Fríríkið Vestfirðir
Það var verið að læða að mér góðri hugmynd, sem ég ætla að setja hér fram og að sjálfsögðu verður hún samþykkt.
Hver fjölskylda sem flytur lögheimili til Vestfjarða skal fá greiddar 5 milljónir í styrk.
Ég get ekki með nokkru móti skilið ef Ríkisstjórn Íslands mun leggjast gegn því að Vestfirðir verði sjálfstjórnarsvæði eða sjálfstætt ríki. Ísland er nýbúið að viðurkenna sjálfstæði Kósóvó, sem er hluti af Serbíu og Staksteinar Morgunblaðsins voru nú nýlega að skrifa um að Ísland ætti að veita Skotlandi stuðning í þeirra sjálfstæðisbaráttu og Ísland hefur samþykkt að aðstoða Færeyjar sem eitt af ríkjum EFTA. Það gengur bara ekki upp að Ísland sé að samþykkja svona hluti í öðrum löndum en vilji síðan banna það sama í eigin ríki.
Um bloggið
Jakob Kristinsson
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
5 miljónir , hvar og hvernig í ósköpunum ætlið þið að komast yfir þessa peninga, væri ekki gáfulegra að styrkja þá sem eftir eru til að mynda með uppbyggingu á auknum atvinnumöguleikum kannski þið sem eruð flúin suður kæmuð aftur til að leggja hönd á plóg
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 16.3.2008 kl. 13:06
Jamm okkur veitir sennilega ekki af aurunum Jakob minn. Þú verður aðgera einhverja aðgerð svo aðrir geti skrifað inn á BBV síðuna. Er ekki viss um hvernig það er gert. En til að við komumst inn að skrifa þarf það að vera klárt. Með kveðju Ásthildur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2008 kl. 13:24
Sæl öll.
Frí-ríkið Vestfirðir skal komaVið gefumst aldrei upp.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2008 kl. 17:48
Halldór, þótt sum okkar hafi flutt í burtu er ekkert sem segir að við getum ekki komið til baka. Það er enginn vandi að útvega peningana og þú spyrð hvort ekki væri gáfulegra að styrkja þá sem fyrir eru á Vestfjörðum. Þá er því til að svara að a.m.k. ég hef reynt það og bauð fram í janúar að koma með á milli 2000-3000 tonna aflakvóta í báðum kerfum og nokkra báta og var í miklu sambandi við Úlfar Thoroddsen. Þetta voru 4 krókabátar, þar af 3 nýlegir yfirbyggðir 15 tonna bátar með beitningarvélum og 1 yfirbyggður beitningavélabátur, 1 dragnótabátur. Við ætluðum að kaupa á milli 1.000 til 2.000 tonna kvóta í báðum kerfum og vorum búnir að tryggja okkur fjármagn til þess. Síðan hef ég ekki heyrt frá Vesturbyggð en heyrt í fréttum að fyrirtækið Perlufiskur ehf. væri að byrja stafsemi á Bíldudal og það fyrirtæki á einn kvótalausan krókabát. tarfsmenn eru víst 6 að tölu við þessa vinnslu. Er þetta sú framtíð sem fólk á Vesfjörðum vill?
Jakob Falur Kristinsson, 16.3.2008 kl. 19:01
Aðeins í viðbót Halldór, það eru til stór fyrirtæki sem eru tilbúinn að leggja peninga í þetta verkefni. Þá er ekki verið að ræða um nokkur hundruð milljóna, heldur munu milljarðar streyma til Vestfjarða. Vestfirðir hafa vissulega setið á eftir öðrum landshlutum og ástæðan er sú að fólk kýs alltaf þessa sömu stjórn yfir sig aftur og aftur. Það virðist vera að efti því sem traðkað er meira á Vestfjörðum þeim mun hollara verður fólkið ákveðnum stjórnmálaflokkum svo þeir geti haldið áfram að niðurlægja Vestfirði meira. Við segjum hinsvegar stopp og hingað og ekki lengra og erum því að berjast fyrir fríríkinu Vestfirðir. Vestfirðir eiga nefnilega mikla fjársjóði sem eru nær ósnortin náttúra og fiskimiðin. Með því að nýta þetta er hægt að búa til ríkt samfélag og næga atvinnu og góð lífskjör.
Jakob Kristinsson, 16.3.2008 kl. 19:25
Hvers vegna eru þessir bátar ekki farnir til veiða og koma með fisk að landi til vinnslu hér á svæðinu, undarlegt að það skuli ekkert hafa heyrst eða verið talað um þetta verkefni hér um slóðir "kannski farið framhjá mér" kemur eflaust í ljós þó síðar verði bara gott ef satt er.
Halldór (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 21:54
Sæl öll. Dóritaxi/Halldór Þórðarson. Sá best hlær sem síðast hlær.
Baráttukveðjur til Jakobs og Ásthildar.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2008 kl. 22:35
Halldór, ástæðan fyrir því að ekkert varð úr að bátarnir og kvótinn færi vestur var ósköp einföld. Það var ekki áhugi á slíku fyrir vestan og þótt við hefðum sótt um byggðakvótann sem var ætlaður til Bíldudals, skipti hann ekki máli sem slíkur, heldur var hann í raun aðgöngumiði að fiskvinnslustöð á Bíldudal. Þann aðgöngumiða fengum við ekki og því fór sem fór að ekkert varð úr þessu. Hinsvegar eru allir bátarnir gerðir út og landa á fiskmörkuðum hér í Sandgerði og í Grindavík. Bæjarstjórn Vesturbyggðar vildi okkur ekki og við vildum því ekki troða okkur inn á svæðið í óþökk heimamanna en valdi í staðinn fyrirtækið Perlufisk ehf. Hver var ástæðan veit ég ekki og eins og ég sagði hefur ekkert verið talað við okkur síðan í byrjun janúar. Það er lámarkskurteisi að ræða við menn og láta vita að þessu hafi verið hafnað, ég hef líka grun um að þetta hafi aldrei verið kynnt bæjarstjórn Vesturbyggðar, en þeir sem vissu um þetta voru forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri og er kannski ekkert skrýtið að þeir hafi ekki verið að auglýsa þetta og í raun verið á móti þessu og talið að þetta væri of mikið fyrir Bíldudal. Þótt þetta sé eitt sveitarfélag í dag er eins og hin gamla hreppapólitík sé enn til staðar. En þetta er búið og gert og verður ekki breitt og þá ekki heldur reynt aftur.
Jakob Kristinsson, 17.3.2008 kl. 00:14
Eina umræðan sem fram fór hér var þegar að umsóknir um byggðakvóta vor hvað mest á milli tanna á fólki og bar þar hæst umsókn fyrirtækis/félags sem ekki var búið að stofna, en það að Perlufiskur hlaut úthlutun hlýtur að vera vegna þess að ráðamenn hér umslóðir treysta þessu fyrirtæki til að klára þetta mál, og Rósa þetta er nú að sjálfsögu grafalvarlegt mál þó svo að mönnum stökkvi bros.
Halldór (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:24
Þetta fyrirtæki Halldór sem þú nefnir og ekki var búið að stofna var á vegum Jóns Þórðarsonar en ekki okkar, að vísu ætluðum við að stofna nýtt fyrirtæki með því að sameina 3 félög í eitt. Auðvita treysta ráðamenn í Vesturbyggð Perlufiski best fyrir þessum byggðakvóta og eins og ég sagði áður vildum við ekki troða okkur þarna inn í óþökk heimamanna. En hvort heldur þú að hefði komið Bíldudal betur þ.e. Perlufiskur með sína 6 starfsmenn við fiskvinnslu eða fyrirtæki með 6 báta og 3000-4000 tonna kvóta og um 100 störf? En þetta sem við erum núna að fara af stað með er allt annað mál og miklu stærra í sniðum og það átti Rósa við þegar hún sagði "Sá hlær best sem síðast hlær". Við erum komin í góð sambönd og það munu milljarðar streyma til Vestfjarða á næstu árum og ef þetta heppnast munu hvorki ráðamenn í sveitarfélögunum eða aðrir spekingar komast upp með neitt bull. Við ætlum að skapa 500-1000 ný störf á Vestfjörðum og gera þetta að frí-ríki sem þýðir að allt verðlag verður miklu ódýrara en í dag.
Jakob Kristinsson, 20.3.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.