Fríríkið Vestfirðir.

Fríríkið Vestfirðir.

Fólk hefur verið að spyrja mig um málflutning okkar um Frjáls Vestfirði. Fólk er forvitið og áhugasamt, þó sumum finnist þetta vera fjarri lagi. En það er allt í lagi.

Fyrir meira en 40 árum, las ég grein í Morgunblaðinu þar sem einhver borgarbúinn býsnaðist yfir því að verið væri að púkka upp á vegagerð á Vestfjörðum. Því fjármagni væri betur varið annarsstaðar. Á þessum tíma var blómlegt líf á Vestfjörðum og líf í tuskunum.

Hér voru sterk útgerðarfélög og útgerðarmenn, kring um þessar útgerðir blómstruðu svo önnur fyrirtæki eins og vélsmiðjur, rafeindaverkstæði, rafvirkjar, málarar, netagerð, slippstöð. Allir undu við sitt, og lífið var fiskur.

Ég einhvernveginn gleymi þessu aldrei, og ég skrifaði grein á móti, þar sem ég benti á að á Vestfjörðum væri hæstu meðaltekjur á landinu. Útgerðirnar og frystihúsin mokuð inn gjaldeyri, sá peningur var ekki notaður hér þar sem hans var aflað, heldur var allt fé flutt suður til Reykjavíkur þar sem hann var notaður í uppbyggingu á suðvesturhorninu. Við vorum þá vel bjargálna og borguðum veglega með okkur í þjóðarbúið, með sköttum aðstöðugjöldum og hvað þetta heitir allt saman.

Auk þess benti ég á að með benzíngjaldi sem allir landsmenn þurftu að borga, greiddu Vestfirðingar sennilega að meðaltali mest til vegagerðarinnar, því vegirnir okkar voru bæði hlykkjóttir og hæðóttir.

Þessi umræða átti sér stað eins og ég sagði fyrir meira en 40 árum. En málið lítur ekki betur út í dag. Nú hefur ekki bara verið af okkur tekið allir skattar, heldur hefur verið rifin frá okkur lífsbjörgin, fiskurinn í sjónum. Björgin sem tilvera Vestfjarða byggðist á. Auðlindin var færð örfáum mönnum á silfurfati, þar réði eitthvað annað en umhyggja fyrir byggðinni.

Okkur var sagt að við gætum unað okkur við eitthvað annað, eins og Margmiðlunarfyrirtæki, eitt slíkt var svo sett á stofn með viðhöfn með Halldór Blöndal klippandi borða, við það tækifæri sagði hann að þetta væri framtíð Vestfjarða. Ég held að þetta ágæta fyrirtæki hafi starfað í 6mánuði. Þá var grundvöllurinn brostinn. Eitthvað held ég að flutningsleiðir hafi verið lengri og dýrari en ráð var fyrir gert, og verkefnin ó þau gleymdust víst.

Hér áður fyrr voru strandferðaskip sem komu hér reglulega. Þau fluttu hingað þungavöru og fóru með frystan og unninn fisk. Eitthvað þótti mönnum þetta óhentugt, auk þess sem há gjöld voru lögð á skipin við höfnina, svo menn fóru út í flutningabíla. Við það hækkaði flutningskostnaður mikið. Og auðvitað sáu grósserarnir þar pening, og sjálfstæðir vöruflutningabílstjórar voru fljótlega keyptir út, með góðu eða illu. Þangað til allur sá flutningur var á örfárra hendi. Ekkert var gert til að laga aðstöðuna, og þó reynt væri að halda úti einhverjum strandflutningum, þá var það einfaldlega ekki hægt. En þó þessir þungaflutningar skemmi vegina meira en nokkuð annað, þá var ekkert sambærilegt gjald lagt á þann flutning.

Síðan var uppskipun afnumin hér, sem þýddi að þau gámaskip sem þó komu hér enn, þurftu að umskipa varningnum í Reykjavík. Þetta hækkaði allan flutningskostnað um nokkra tugi þúsunda. Ég veit ekki hvort nokkur einasti ráðamaður treystir sér til að segja okkur af hverju þetta var nauðsynlegt. Nú eru enginn gámaskip lengur heldur.

Síðan var ráðist í að einangra flugvöllinn, héðan var þó hægt að fljúga til Grænlands, þar sem styst var að komast. Hér voru iðulega sjúkraflug þangað. Einnig var hægt að fara til Færeyja og sjálfsagt fleiri staða. Nei þá var tollvarsla aflögð, svo nú mátti ekki heldur hafa flugvöllinn fyrir slíka flutninga.

Við tókum við grunnskólanum og fleiri verkefnum frá ríkinu, en það var ekki gert ráð fyrir að bæjarfélagið fengi þá peninga sem þurfti og lofað var.

Smátt og smátt höfum við mátt una því að vera reirð niður og keyrð ofan í drulluna af stjórnvöldum og mönnum sem hugsa fyrst og fremst um eigin hag og peninga. Þeir ráða meiru í þessu þjóðfélagi en nokkuð annað. Það virðist vera frá mínum bæjardyrum séð allavega að ríkisstjórnir sem hér hafa setið undanfarin 40 ár, séu bara afgreiðslustarfsmenn þeirra sem eiga fjármagnið. Og þar reyndar étur hver annan. Hér voru til dæmis svokallaðir heildsalar og stórkaupmenn. Jóhannes í Bónus kom þeirri stétt á kaldan klaka, og er hataður síðan, meðal annars af þeim ráðamönnum sem voru verndarar heildsalanna.

Við höfum haldið fjölda funda um okkar mál, reynt að koma áhyggjum okkar á framfæri, en með engum árangri. Ég man eftir stórum fundi í Íþróttahúsinu nýja, þar sem þeir voru staddir m.a. Einar Kristinn og Einar Oddur, þá voru sjómenn hræddir við lagasetningu um að setja smábáta inn í svipað kerfið og stóra kerfið. Enda var ljóst að það yrði nákvæmlega það sama. Þeir stóðu þarna báðir og lofuðu að þeir skyldu berjast gegn því. En það stóð stutt, eða bara þangað til þeir löbbuðu sig út úr íþróttahúsinu.

Það var líka fundur í Hömrum, þar töluðu margir og var heitt í hamsi. Þar voru Ingibjörg Sólrún og fyrrnefndir þingmenn og ráðherrar. Þau skyldu þetta allt mjög vel, rétt á meðan þau stóðu augliti til auglitis við almúgan, en þar var sama sagan þetta var allt gleymt um leið og þau snéru sér við og gengu út.

Síðan hafa verið haldnar hér fleiri svona ráðstefnur, og loks var komið á einhverskonar Vestfjarðaáætlun. Hún var svo samþykkt, og nú er komið að skuldadögunum. En hvað gerist þar ?

Við skulum gefa Kristni H. Gunnarssyni orðið:

/pages/44?NewsID=113444&imageid=41588Kristinn H. Gunnarsson./pages/44?NewsID=113444&imageid=41588

Kristinn H. Gunnarsson.

Kristinn H. Gunnarsson | 14.03.2008 | 17:22No minister, það vantar víst peninga

Forsætisráðherrann fullyrti á Alþingi í síðustu viku að það stæði ekki á fjármagni til þess að hrinda í framkvæmd tillögum Vestfjarðanefndarinnar. Það kom mér á óvart því að bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og nefndarmaður í Vestfjarðanefndinni hafði fyrir nokkru sagt í fjölmiðlum að ekki hefði tekist að hrinda tillögunum í framkvæmd á þeim tíma sem nefndin lagði til, aðeins 18,8 störf urðu til árið 2007 í stað 28. Eftir yfirlýsingu forsætisráðherrans sagðist bæjarstjórinn vera sammála ráðherranum, yes minister.

Nú bar svo til að ég sat fund með þingmönnum Norðvesturkjördæmis í dag og þar kom formaður Vestfjarðanefndarinnar og gerði grein fyrir stöðu mála. Lagði hann fram greinargott yfirlit þar sem skilmerkilega er rakin staða hverrar tillögu, er þær eru alls 37 og eiga að búa til 85 störf. Viti menn, stendur ekki svart á hvítu við 6 tillögur að fjármagn skorti. Þetta kemur fram í minnisblaðinu:

1. Efling starfsemi Háskólaseturs Vestfjarða. Vantar fjármagn til þess að ráða í eitt stöðugildi af þremur.

2. Vöktun fuglalífs. Átti að vera eitt stöðugildi, en ráðið í 0,75 starfshlutfall þar sem fjármagn nægir ekki.

3. Vöktun gróðurs. Eitt stöðugildi en biðstaða þar sem fjármagn nægir ekki.

4. Gróðurkortagerð á Vestfjörðum. Tvö stöðugildi, en ráðið í lægra starfshlutfall þar sem fjármagn nægir ekki.

5. Þjóðtrúarstofa á Hólmavík. Tvö stöðugildi, en fjármagn vantar til þess að ráða í seinna stöðugildið.

6. Minjavörður Vestfjarða. Eitt stöðugildi, en ráðið í 0,8 þar sem fjármagn nægir ekki í fulla stöðu.

Að auki vil ég nefna svonefnda Látrabjargsstofu. Við hana átti að ráða sérfræðing á þessu ári. Umhverfisstofnun hefur upplýst í nýlegu bréfi til þróunarseturs Vestur Barðastrandarsýslu að staðan verði ekki auglýst fyrr en fjármunir hafi verið tryggðir og að Vestfjarðanefndin hafi forgangsraðað fjármunum sem úr var að spila þannig að ráða sérfræðing í friðlandið á Hornströndum og þannig ákveðið að láta Látrabjargsstofu bíða.

Samtals vantar fjármagn til þess að uppfylla ráðningar í 7 tillögum sem áttu að koma til framkvæmda á þessu ári. No, minister, það vantar víst peninga.

Kristinn H. Gunnarsson.

Já svo mörg voru þau orð.

Svo eru það Mótvægisaðgerðirnar sem átti að gera þegar sjávarútvegsráðherra skar niður aflaheimildir svo að ennþá hriktir í allri landsbyggðinni og sér ekki fyrir endann á. Hvar eru þær ? Það fer lítið fyrir þeim sýnist mér. Sjávarútvegsráðherrann upplýsti í viðtali að hann vorkenndi sjómönnum ekki mikið, þeir gætu bara farið í land og málað.

Þetta er bara dropi í hafið af allri niðurlægingu sem við höfum mátt una við. Og alveg ljóst að úr þessu verður ekki bætt, því það er enginn áhugi á að koma til aðstoðar. Enda er það hreinn óþarfi. Við viljum bara fá aftur það sem er okkar, það sem tilvera okkar hefur byggst á frá upphafi, okkar frjálsa aðgang að fiskinum í sjónum. Honum var stolið frá okkur. Þýfi á að skila finnst mér.

En lausnin er einföld, við segjum okkur úr lögum við Ísland, og stofnum okkar eigið ríki. Ríki þar sem við krefjumst þess að fá til baka það sem af okkur hefur verið tekið, og það sem við eigum í sameiginlegum sjóðum landsins. Eins og við aðra skilnaði, þá þarf að gera dæmin upp.

Nú hafa íslensk stjórnvöld viðurkennt Kosovo, það mun auðvitað létta þeim að viðurkenna viðskilnað okkar frá þeim. Og all nokkrir verða fegnir að losna við okkur klafann sem þeir segja að við séum og baggi á þjóðfélaginu.

Þess vegna segi ég, við skulum í alvöru fara að skoða það hvernig við berum okkur að með að hefja aðskilnaðinn.

Að sitja með hendur í skauti og bíða þess að einhverjir molar detti af borðum herranna er ekki í anda Vestfjarða. Við getum ekki gefist svona auðveldlega upp, þegar sýnt er að hér er ekkert verið að gera í okkar málum. Þ.e. að breyta þessu arfavitlausa kerfi, eða leyfa frjálsar krókaveiðar, eða opna fyrir aðgang okkar að auðlindinni. Það er ekki til umræðu einu sinni.

Nú hugsa einhverjir nú það er bara allt á niðurleið og ekkert ljós; jú málið er að við eigum fullt af tækifærum, og duglegt fólk, dugandi manneskjur sem hafa komið sér hér fyrir með sterk og öflug fyrirtæki. En það hefur gerst ÞRÁTT fyrir stjórnvöld og þeirra afskipti af okkur. Það er stór munur þar á.

Þess vegna veit ég að við munum spjara okkur aldeilis vel, þegar við losum fangaböndinn og rísum upp. Við eigum alla möguleika í heiminum ef við bara losnum úr þessum þrælaböndum ríkis og ríkisbubba, sem allt vilja eiga og öllu ráða.

Erum við ekki kóngar allir hreint !

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_cesil_img_3810_293710

Lifi Vestfirðir ! endilega verið með okkur í baráttunni, hvort sem þið tilheyrið Vestfjörðum eða ekki, réttlætið á að ná fram að ganga.

Ásthildur Cesil  Þórðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur

Flott grein. Vestfirðingar sköffuðu og sköffuðu til þjóðarbúsins en þá var ekkert gert fyrir Vestfirði í staðinn og þetta var eins á uppgangstímum hér á Vopnafirði fyrir 20-25 árum. Sem betur fer höfum við hér á Vopnafirði séð meiri framkvæmdir seinni ár en vegagerðamál eru á hraða snigilsins.

Ríkið hefur mergsogið Vestfirðina og fleiri byggðalög á landsbyggðinni og peningarnir sem við sköffuðum voru notaðir á Suðvesturhorninu. Þar sáum við uppbyggingu á meðan okkur var skammtað í framkvæmdir eitthvað smáræði eða réttara sagt skít úr hnefa.

Bara eitt dæmi um bruðl og snobb: Miklum fjármunum hefur verið eytt í að borga sendiherrum út um allan heim og þeir fá allskyns bitlinga fyrir smá viðvik hér og smá viðvik þar og smávið allsstaðar. Smá viðtal í blaði og ein mynd þá fá þeir örugglega greiðslur frá viðkomandi þannig að sumir eru ekki sveltir. Svo hafa þeir allt frítt í sambandi við síma og bíl og það má telja upp endalaust. Kannski fá þeir frítt að éta líka. Man eftir frétt fyrir mörgum árum um sendiherrahjónum sem fóru í sumarfrí á bíl sendiráðsins.

Viðbót: Snobb og bruðl við fólk sem vinnur í opinberum geira fyrir þjóðina. Alltof mikið bruðl í ferðalög út um allan heim á meðan hægt er að tala í gegnum tölvu. Alþingismenn fá aukaborganir fyrir öll nefndarstörf og það liggur við að alþingismenn fái borgað aukalega fyrir að snúa sér við. Getum við ýmindað okkur alla þá fjármuni sem fara í öll veisluhöldin bæði árshátíð Alþingismanna, öll snobbboðin í ráðuneytunum og eins hjá forseta Íslands. Mætti örugglega skera niður um helming. Miklum peningum sóað í að kaupa vín fyrir gesti sem heimsækja ráðamenn á Bessastaði, í ráðuneytin eða annars staðar þar sem ráðamenn kjósa að hafa veislurnar og þá þarf að borga fyrir leigu á húsnæði líka.   Á sama tíma líður fólk skort hér á Íslandi, margir eru heimilislausir, margir eru í vandræðum með að ná endum saman sem fá c.a 125.000 kr á mánuði, margir eru að sligast undan skuldum vegna okurs banakanna og ríkisstjórnin gerir ekkert í þessu.

Við erum búin að fá nóg af þessu snobbliði og nú berjumst við fyrir réttlætinu.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er eiginlega komið nóg af bruðli spillingu og allskonar klíkuskap.  Hér þarf nýja hugsun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Heil og sæl Ásthildur. Ég er mikil áhugamanneskja um framtíð landsbyggðarinnar og er sjálf frá kaupstað þar sem allt byggðist á sjávarútvegi og maður vann í frystihúsinu frá unga aldri. Því var ég fljót að tengja mig inn á bloggsíðuna ykkar til að skoða hvað þið hefðuð að segja. Og fyrri hluti greinarinnar er eins og talaður út úr mínu hjarta en er ekki einhvers staðar sagt að fólk geti skotið sjálft sig í fótinn og því miður finnst mér endirinn á greininni þinni vera dæmi um slíkt slysaskot. Finnst þú bara vera að eyðileggja fyrir þeim sem eru að reyna að berjast fyrir bættum hag landsbyggðarinnar af einhverri alvöru. Finnst það sárt og skil ekki alveg svona lausnir eða svör við vandamáli sem er allt of alvarlegt til að hægt sé að tala um það á jafn, verð ég að segja, fáránlegan hátt og þú gerir. Kemur ekki fram hvort þú ert að tala fyrir hönd þessara samtaka en þar sem Jakob Kristinsson birtir grein í Morgunblaðinu í dag og er með úrlausnir sínar á svipuðum nótum og þú þá ætla ég að leyfa mér að álykta að svo sé. Og því miður, þá drap þetta alveg niður áhuga minn á þessum samtökum og trúverðugleika þeirra. Jakob talar um erlenda aðila sem vilji koma að þessum málum gegn því að ekki verði byggð olíuhreinsiunarstöð á Vestfjörðum en hann nefnir ekki hverjir þessir aðilar eru sem gerir það að verkum að harla erfitt er að leggja trúnað á að slíkt sé í farvatninu og mér finnst það bara skína í gegn að ekki sé að marka orð sem hann er að segja, að þetta sé aumkunarverð tilraun til að sýnast hafa álíka sterk öfl  á bak við sig og þeir sem eru hlynntir olíuhreinsistöðinni. Mér liggur við að segja að fullyrðing hans um þessa voldugu bakhjarla sé klárlega eftiröpun íslenskra talsmanna olíuhreinusunarstöðvar á því að vilja ekki gefaupp erlenda fjárfesta. Svona málflutningur hjálpar okkur ekki, sem í fullri alvöru berum hagsmuni landsbyggðarinnar fyrir brjósti.

Kv. Bylgja Hafþórsdóttir.

Bylgja Hafþórsdóttir, 26.3.2008 kl. 21:27

4 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Í sögu Cervates barðist Don Kíkóti við vindmillur, einhvernvegin sýnist mér stríð ykkar svipa til  baráttu  þess hugrakka riddara

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 27.3.2008 kl. 02:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einhversstaðar þarf að byrja, og engin er alvitur.  Þess vegna er alveg öruggt að okkur verður á í messunni.  En það er samt sem áður messan sjálf sem skiptir máli.  Það þarf að vekja athygli á því misrétti sem landsbyggðin er beitt.  Það gerir það enginn fyrir okkur, það er nokkuð ljóst. 

Seinni hluti greinarinnar snýr að Vestfjörðum eingöngu, þess vegna er þar verið að tala um hann sérstaklega.  En ég veit vel að um allt land hefur hin dreyfða bygg þurft að hopa og fólkið farið á höfuðborgarsvæðið, ekki endilega af því að það hafi viljað fara þangað, heldur vegna þess að bæði hvað vantar menntun og fjölbreytileika er landsbyggðin ekki samkeppnisfær við höfuðborgarsvæðið.  Þanni mun það auðvitað alltaf verða.  En það er ef til vill hægt að draga úr þessu og fá fólkið til að staldara við heima hjá sér, ef eitthvað gerist sem verður til þess að því er gert auðveldara að vera heima.

Landsbyggðin hefur margt fram að færa fram yfir höfuðborgarsvæðið, þá er fyrst að geta nálægðina við allt.  Allt er í raun og veru innan seilinga.  Svo er friðsældin, og það er gott að ala upp börn á landsbyggðinni.  Húsnæði ódýrara.  Og fyrir atvinnurekendur er starfsfólk stabýlla. 

En eins og ég segi, þá er maður gjörsamlega búin að fá nóg af þessu óöryggi, áhugaleysi og bara kæruleysi þeirra sem við höfum kosið til að stjórna landinu okkar, gagnvart hinum dreyfðari byggðum.  Ég hef ákveðið að setja Vestfirði í forgagn, af því að ég bý hér, og vil búa hér, ég vil hafa fólkið mitt í kring um mig, og vil helst fá fleiri heim aftur, og svo fólk sem kýs að flytja hingað og setjast hér að.  En þá þarf lausnir, úrræði og atvinnu.  Tækifæri fyrir fólkið til að koma.

Hvað varðar Vindmyllur, þá getur það svo sem verið rétt að við séum eins og Don Kikóti og hans þjónn.  En heldur vil ég láta kenna mig við þann ágæta mann en að sitja á rassinum röfla í eldhúsinu heima hjá mér og gera svo ekkert.  Þá er betra að fara um og vekja athygli á málinu.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2008 kl. 09:52

6 Smámynd: Jakob Kristinsson

Annar vil ég þakka þér gott svar Bylgja, það er gott að fá að heyra sannleikan eins og hann snýr við hverjum og einum þannig bætir maður sig og lagar það sem aflaga fer. 

Jakob Kristinsson, 27.3.2008 kl. 09:59

7 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Þakka ykkur kærlega fyrir að taka þessa athugasemd mína ekki óstinnt upp, mér er þetta mikið hjartans mál og langar að deila með ykkur mínum þankagangi, svo mig langar að biðja ykkur um að fara inn á sksiglo.is og lesa þar hugarflug mitt um íslenskt framtíðarsamfélag.

Bylgja Hafþórsdóttir, 27.3.2008 kl. 10:09

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll.

Sendi ykkur baráttukveðjur þvers og kruss yfir landið. Stöndum nú saman og gefum Risunum langt nef.

Berjumst fyrir frjálsum Vestfjörðum gegn Risunum í Reykjavík.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 12:26

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað Bylgja mín, mér finnst við öll vera samherjar í þessu máli sem unnum landsbyggðinni.  Annars var þetta ég sem svaraði þarna, þó nafnið hans Jakobs kæmi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2008 kl. 18:06

10 identicon

Sælir. Þetta er auðvitað málið. Ég bloggaði einmitt um þetta í nóvember á síðasta ári og þið gleymið einu þegar af þessu verður. lögleiðing kannabisefna að sjálfsögðu hehe ;) Kveðja úr Keflavík.

Einar Örn Konráðsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:43

11 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er sammála henni Ásthildi, Dóri taxi, það er betra að vera við slíkt kenndur en gera ekki neitt.  Af hverju heldur þú aðástandið sé eins og það er í dag áÞVestfjörðum og fólki fækkar stöðugt ?  Það er vegna þess að enginn gerir eitt né neitt og þegar gera á eitthvað róttækt þá koma úrtöluraddir eins og frá þér og ekkert má gera.  En við höldum okkar striki og nöldur í einstaka aðilum stoppa okkur ekki.  Bíddu bara rólegur og gefðu okkur frið til að vinna þetta verk, nema að þú viljir að ÞVestfirðir fari í eyði?

Jakob Falur Kristinsson, 28.3.2008 kl. 12:59

12 Smámynd: Jakob Kristinsson

Bylgja, þú hlýtur að skilja að erfitt er að gefa upp í blaðagrein hvaða aðilar ætla að koma með störfin og frármagnið til Vestfjarða.  Ef slíkt væri gert yrði þessum aðilum bara stolið frá okkur af öðrum landshlutum.  Þú verður bara að trúa því og teysta að við sem erum að vinna í þessu gerum það af heilum hug og erum ekki að senda frá okkur loforð um eitthvað sem aldrei verður.  Við verðum að fara varlega til að missa þetta ekki í tóma vitleysu og þetta kemur allt í ljós þegar verkinu er lokið.  Þú verður að trúa því að þetta verður að veruleika, en hinsvegar er undirbúningsvinnan gríðarleg og hana verður að klára áður en þetta verður upplýst opinberlega.  Það þarf að vanda hvert skref og þá kemur þetta.  Ég get að sjálfsögðu ekki gefið upp erlenda aðila fyrr en samningar við þá eru undirritaðir og frá gengnir.  Þetta tekur allt tíma en við vildum í byrjun vekja verulega athygli á málinu og þess vegna skrifaði ég þessa grein í Mbl.  Það má vel vera að hún hefði mátt vera betur orðuð og er það mín sök en ekki minna félaga í BBV-Samtökunum.

Jakob Kristinsson, 28.3.2008 kl. 13:18

13 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Jakob, steinar þeir sem ég hef lagt í þína götu hafa nú ekki verið stórir, þú talar um vinnufrið og að það megi ekkert gera, nöldur hef ég bara heyrt frá brottfluttum "flóttamönnum" við sem enn þreyjum þorrann hér fyrir vestan látum svona tal sem vind um eyru þjóta..........

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 29.3.2008 kl. 08:18

14 Smámynd: Jakob Kristinsson

Halldór,

Það nöldra nú fleiri en brottfluttir, þú ert ansi duglegur við slíkt þótt þú sért búsettur fyrir vestan.  Ég var að meina, að ef eitthvað á að gera til að efla Vestfirði, þá erum leið farið að nöldra um að þetta og hitt sé ekki nógu gott.  Núverandi ástand á Vestfjörðum er ekki gott eins og þú hlýtur að vita.  Þarna er búið að stela nær öllum aflakvótum og á mörgum stöðum er lítil vinna og ef einhverja vinnu er að fá þá eru það láglaunastörf.  Það má vel vera að þið sem búið enn fyrir vestan láti okkar hugmyndir, sem vind um eyru þjóta.  Það er ykkar mál og ég skil ekki ykkar afstöðu að þegar verið er að bjóða stórkostlega aðstoð til Vestfjarða, þá skuli slíku ekki vera tekið fegins hendi.  Ef ekkert verður gert þá munu Vestfirðir vera komnir í eyði eftir 10-15 ár.  Er það ástand sem Vestfirðingar vilja?  Vestfirðir hafa verið settir til hliðar af stjórnvöldum og tími kominn til að snúa blaðinu við.  Þannig að fólk fari að flytja til Vestfjarða en ekki frá.  Þú getur verið rólegur, því við þurfum ekki þína aðstoð í því sem við erum að vinna.  En ég get lofað þér því að þú átt eftir að njóta góðs af okkar framtaki síðar, sem og aðrir Vestfirðingar.

Jakob Kristinsson, 29.3.2008 kl. 11:14

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Dóritaxi/Halldór Þórðarson.

Ég er 100% Vestfirðingur í móðurætt en ég hef aldrei átt lögheimili á Vestfjörðum. Ég aftur á móti átti heima sem lítil stelpa í tvo mánuði á sumrin í þrjú ár þegar við fjölskyldan þurftum að glíma við mikla erfiðleika og þú getur lesið um sögu mína á þessum árum í grein sem ég birti á blogginu sem heitir: Björgum Vestfjörðum úr klóm Risanna. 

Ég veit alveg hvað það er að þreyja þorrann hér á Norðausturlandi.

Ég er búin að fá nóg af óréttlæti þeirra sem stjórna landinu okkar gagnvart landsbyggðinni. Persónulega finnst mér Vestfirðir og Norðausturland sem eru utan við þjóðveg 1 búnir að vera algjörlega útundan. Á uppgangstímum bæði hér á Vopnafirði og einnig á Vestfjörðum sköffuðum við og sköffuðum í þjóðarbúið en fengum þá ekkert til baka. Þetta batnar ekki nema það sé gripið í taumana og reyndu nú frekar að vera hjálplegur heldur en að reyna að eyðileggja fyrir okkur stórkostlega baráttu. Ég hef oft fengið á baukinn í lífinu og er vön og ef þarf þá glími ég við þig aftur og aftur þangað til ég mun yfirvinna þig.

Ég persónulega er búin að fá nóg af einelti í lífinu og  ég flokka þessi neikvæðu skrif þín í svipaðan flokk. En eins og ég skrifaði áðan þá mun ég glíma við þig úrtölumann aftur og aftur ef með þarf.

Guð gefi þér Dóritaxi/Halldór Þórðarson góðan dag.

Baráttukveðjur til allra sem vilja berjast fyrir réttlætinu og nú förum við í gegn Risunum og við munum vinna bæði þá og leiðinda úrtölumenn.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.3.2008 kl. 11:43

16 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Ef ykkur finnst að þið séuð í einhverslags stríði þá eru það eintómar vindmillur sem þið sláist við því það er ekki nokkur maður að leggja stein í götu ykkar en eins og ég gat hér um áður þá virðist þetta vera svipuð barátta hjá ykkur eins og hinum hugprúða riddara Don Kíkóte,

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 29.3.2008 kl. 13:00

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Dóritaxi/Halldór Þórðarson.

Við erum ekki í stríði við neinn en mér kemur skrif þín á óvart sem ættir að vera öllum hnútum kunnur þar sem þú býrð sjálfur á Vestfjörðum.

Ég hitti vini mína hér inní bæ á föstudaginn. Við fórum að tala um Vestfirði. Þau fóru að segja mér þegar þau komu til Vestfjarðar fyrir c.a. 10 árum. Þau tóku eftir að fólk væri búið að gefast upp. Þau tóku eftir almenningsgarði þar sem njólinn fékk að vaxa óáreyttur hjá minnismerki í garðinum. Þeim leið illa að sjá hvað var að gerast.  

Er þetta það sem þið Vestfirðingar vilja???

"Rétta stefnu siglir aðeins sá sem hið góða mestu ræður hjá." Matthías Jochumsson skáld og prestur (f. 1835, d. 1920) Afmælisdagar, 1944.

Frí-ríkið Vestfirðir mun koma.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.3.2008 kl. 16:13

18 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Góð grein Ásthildur og þú hittir alveg naglann á höfuðið þegar þú segir að það þurfi nýja hugsun til að bjarga Vestfjörðum.

Jakob Falur Kristinsson, 30.3.2008 kl. 06:47

19 Smámynd: Jakob Kristinsson

Dóri/taxi,

Við höfum aldrei sagt að við værum í stríði við einn né neinn og þetta vindmyllukjaftæði hjá þér er nú að verða eins og oftspiluð hljómplata.  Það er þó alla veganna upplýsandi að þú hefur lesið a.m.k. eina bók á ævinni, en öllu má nú ofgera.  Þú ert búsettur fyrir vestan og upplýstu okkur nú hvað þú hefur gert til að efla byggð og atvinnu á Vestfjörðum annað en lesa þessa bók, sem ekki virðist hleypa neinu öðru að í þínum haus.

Jakob Kristinsson, 2.4.2008 kl. 18:30

20 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Eru menn að verða eitthvað pirraðir ?, farnir að nota sterk lýsingar orð um þá sem eitthvað efast um þetta brölt ykkar

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 3.4.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Kristinsson

Höfundur

Jakob Kristinsson
Jakob Kristinsson

Þetta er síða BBV-samtakanna og hér er öllum leyft að skrifa og koma með hugmyndir

Til að skrá sig inn er Notendanafn: bbv1950 og lykilorð 231122 Þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökum, skrá sig inn og er nóg að skrifa nafn, heimilisfang og kennitölu.  Þa sem ekki hefur enn tekist að setja upp lista þar sem þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökunum munum við nota gestabókina til þess og fólk skráir sig inn á síðuna og setur síðan nafn, heimilisfang, símanúmer og kennitölu og er þá um leið orðnir félagar í BBV-Samtökunum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skipaskurður 2
  • canal locks2
  • Skipaskurður
  • Tálkni
  • c documents and settings owner my documents my pictures cesil img 3810 293710

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband