10.4.2008 | 11:52
Náttúrverndarsamtök Vestfjarða
Nú er búið að endurreisa Náttúruverndarsamtök Vestfjarða og er það fagnaðarefni. Vonandi vilja þessi samtök vinna með okkur þótt okkar tillögur gangi mun lengra. Því við viljum ekki bara vernda náttúru Vestfjarða, heldur nýta hana til að skapa atvinnu og byggja upp Vestfirði. En vonandi náum við saman þegar við hittumst. Það er ákveðið af okkar hálfu að fara í fundarherferð um Vestfirði í júní til að kynna Vestfirðingum okkar mál. Í framhaldi af því fer hjólið að snúast og tími framkvæmda hefst. Við erum með fjármagnið og atvinnutækifærin og svo verður bara að koma í ljós hverjir vilja spila með. Ég get ekki trúað því að ekki sé almennur vilji á Vestfjörðum að fá milljarða og 500-1000 ný störf og fá að sitja einir að fiskimiðunum. Íslensk stjórnvöld eru nýbúin að lýsa því yfir að þau muni styðja Skotland til sjálfstæðis og af hverju ekki Vestfirði líka.
Fríríkið Vestfirðir mun verða að veruleika á þessu ári.
Um bloggið
Jakob Kristinsson
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt.
Aida., 10.4.2008 kl. 18:56
Sæll kæri Jakob.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2008 kl. 19:32
baráttukveðjur frá mér líka til Vestfjarða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.