Vestfirðir

Hver verður framtíð Vestfjarða miðað við óbreytt ástand.  Svarið er einfalt, framtíðin er engin.  Fólk mun áfram flytja í burtu ef það kemst.  Eftir munu standa draugabæir þar sem enginn býr og allt líflaust.  Þegar ég flutti hingað í Sandgerði haustið 2005 ók maður alltaf framhjá herstöð kananna á Keflavíkurflugvelli.  Uppljómaða og allt fullt af lífi, en svo fór kaninn og eftir stóð draugabær með allri þeirri aðstöðu sem þarf í nokkur þúsund manna bæ.  Þarna voru skólar, leikvellir, sjúkrahús, kvikmyndahús ofl.  Eftir að kaninn fór var ömurlegt að aka þarna framhjá allt líflaust og enginn ljós.  En með samstilltu átaki hefur tekist að koma lífi í þennan bæ aftur og er hann nú allur upplýstur og fullur af fólki og fjölbreytt mannlíf.  Mikið af eignum sem skildar voru eftir fyllast óðum af lífi og margskonar starfsemi er komin þarna í gang.  Viljum við að Vestfirðir fari svona?  Nei það vill auðvita enginn, en ef ekkert er gert mun það ske og hætt við að endurreisnin verði mun erfiðari en á Keflavíkurflugvelli, ef hún þá tekst.  Þá fyrst hrekkur fólk við og fer að spyrja "Af hverju fór þetta svona?"  Vestfirðir eru á góðri leið með að fara í eyði af mannavöldum ef það skeður ekki af hugsanaleysi, þá mun hin nýja olíuhreinsistöð sjá um það að ekki verður búandi á Vestfjörðum.  Nei nú hlustum við ekki á neitt helvítis kjaftæði lengur, heldur tökum málin í okkar hendur og til að fá frið til að byggja upp er nauðsynlegt að segja skilið við Ísland og allt það rugl og gera eitthvað róttækt í málunum áður en það verður of seint.

Stofna fríríkið Vestfirði sem fyrst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob.

Það þarf að stöðva flóttann frá Vestfjörðum. Það er mikil öfugþróun að allir eigi að búa á mölinni í einhverjum blokkaríbúðum.

Til þess að unga fólkið vilji koma heim aftur þarf að koma með meiri fjölbreytileika í atvinnulífið. Það er komið nóg af fjarstýringu frá Reykjavík. Vestfirðingar þurfa að rísa upp og senda skýr skilaboð um hvað þeir vilja gera og ef ekki er hlustað þá þarf að gera eitthvað róttækt.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Aida.

Eg tek undir Rósa.

Eithvað róttækt.

Aida., 12.4.2008 kl. 19:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hér þarf enginn vetlingatök sko !

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 16:12

4 Smámynd: Jakob Kristinsson

Það liggur við að það þurfi að ná í stóru sleggjuna hans afa til að berja þetta saman (Orðatiltæki úr brúarsmíðinni.)

Jakob Kristinsson, 13.4.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Kristinsson

Höfundur

Jakob Kristinsson
Jakob Kristinsson

Þetta er síða BBV-samtakanna og hér er öllum leyft að skrifa og koma með hugmyndir

Til að skrá sig inn er Notendanafn: bbv1950 og lykilorð 231122 Þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökum, skrá sig inn og er nóg að skrifa nafn, heimilisfang og kennitölu.  Þa sem ekki hefur enn tekist að setja upp lista þar sem þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökunum munum við nota gestabókina til þess og fólk skráir sig inn á síðuna og setur síðan nafn, heimilisfang, símanúmer og kennitölu og er þá um leið orðnir félagar í BBV-Samtökunum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skipaskurður 2
  • canal locks2
  • Skipaskurður
  • Tálkni
  • c documents and settings owner my documents my pictures cesil img 3810 293710

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband