13.4.2008 | 17:42
Davíð Oddsson, nei takk
Þegar við stofnum nýja ríkið Vestfirði munum við gera þá kröfu að Davíð Oddsson og Seðlabankinn verði eftir á Íslandi með allt sitt rugl og vaxtahækkanir. Ef ríkisstjórn Íslands vill hafa Seðlabankann sem elliheimili fyrir uppgjafarstjórnmálamenn, þá er það allt í lagi. En við tökum ekki þátt í slíku og viljum fá frið með okkar mál. Ég er sannfærður um að eftir 10-15 ár verða Vestfirðir orðnir svo ríkir að Davíð kemur skríðandi til að biðja okkur um lán, því þá verður Ísland orðið nær gjaldþrota vegna heimsku og rugls í fjármálum.
Um bloggið
Jakob Kristinsson
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlitskvitt!
Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:50
Aida., 13.4.2008 kl. 19:33
Sæll Jakob. Við þurfum ekki á uppgjafarstjórnmálamönnum að halda.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:33
Sammála því, en heldurðu að það taki heil tíu ár ? með þessu framhaldi verður landið komið í þrot eftir fimm ár.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 14:43
Ætli bæjarstjórarnir á Vestfjörðum, þeir Halldór Halldórsson og Ragnar Jörundsson geti ekki komið karlinum sem fyrst til Pútín í Rússlandi. Þeir eru alla veganna í góðu sambandi við Rússland eins og er að koma í ljós með olíuruglið á Vestfjörðum. Það er rétt Ásthildur að á Íslandi verður allt komið í þrot eftir fimm ár, en þá sitjum við alsæl í hinu nýja ríki Vestfirðir og fylgjumst með ruglinu og vitleysunni á Íslandi.
Jakob Kristinsson, 16.4.2008 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.