26.5.2008 | 08:39
Aumir Vestfirðir
Hinn sjálfskipaði talsmaður Vestfirðinga Dóri/taxi á Patreksfirði reynir allt hvað hann getur að berjast á móti því sem við í BBV-Samtökunum erum að gera. Hann gerir athugasemd við eina af mínum færslum hér á síðunni og spyr hvað ég sé að drekka? Hefur maðurinn slíka ofurtrú á áfengi að hann telji að ekkert sé hægt að gera nema undir áhrifum þess. Eins segir hann að við séum vonsvikin yfir að bæjarstjórn Vesturbyggðar skuli ekki leggja trúnað í bullið í okkur og talar um að við segjum ekki satt frá þegar við erum að ræða um öll þau fyrirtæki sem viðja koma til Vestfjarða. Hvaða andskotans rugl er þetta í þér Dóri/taxi. Ég veit ekki hvaða rétt þessi maður hefur til að tala fyrir hönd allra Vestfirðinga a.m.k. skrifaði hér á síðuna kona Arabia og sagði að Dóri /taxi talaði ekki fyrir hönd Patreksfirðinga hvað þá Vestfjarða allra og tók ég það þannig að þessi kona byggi á Patreksfirði. Nú nýlega var t.d. skrifað undir merkilegan samning hjá fyrirtæki í Bolungarvík við þýska ferðaskrifstofu og hvað skeður þá? Upp kemur andskotans öfundin og meirihlutinn í bæjarstjórn Bolungarvíkur springur vegna þess að kona sem var forseti bæjarstjórnar var eigandi að þessu fyrirtæki ásamt sínum systkinum. Nú sest í bæjarstjórastólinn maður sem hefur nú komið ansi mikið nálægt atvinnumálum í Bolungarvík og má segja að hans ætt hafi nánast verið áskrifandi að embætti bæjarstjóra í mör ár. Ég hef rætt við marga á Vestfjörðum og flestir hafa tekið okkar hugmyndum fagnandi og þótt ég hafi verið í viðræðum við þessa þýsku ferðaskrifstofu gleðst ég yfir að samningur við fyrirtæki í Bolungarvík er í höfn. Okkur í BBV-Samtökunum er nákvæmlega sama hvort bæjarstjórn Vesturbyggðar er ánægð með okkar tillögur, við ætluðum ekkert að sækja þangað, frekar styrkja Vesturbyggð.
Það er staðreynd að tvö af stærstu sveitarfélögunum á Vestfjörðum þ.e. Vesturbyggð og Ísafjarðabær væru gjaldþrota ef ríkið hefði ekki keypt af þeim Orkubú Vestfjarða en þeir peningar sem fengust fyrir þá sölu verða bara notaðir einu sinni. Svo brátt fer að síga á ógæfuhliðina á ný hjá þessum sveitarfélögum og hvað þá?
Salan á Orkubúinu var brjálæði nú þegar allt orkuverð er hækkandi og varð til að veikja Vestfirði enn frekar.
Þar sem ég er nú kominn í fulla vinnu er tíminn orðin takmarkaður til að sinna þessu verkefni og ef þeir eru margir sem hugsa eins og Dóri/taxi fer maður að hugsa sig um hvort það borgi sig að standa í þessu og reyna að koma þeim samböndum sem ég hef aflað á aðra aðila en fríríkið Vestfirðir verður að stofna áður en Dórarnir og taxarnir kjafta allt í eyði.
Jakob Kristinsson
Um bloggið
Jakob Kristinsson
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi hugsar enginn eins og Dóri eða drekkur...
G.E. (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 21:04
Sæll Jakob. Þetta var auðvita mjög lúalegt af manni sem á heima á Vestfjörðum og veit að þar eins og allsstaðar á landsbyggðinni þarf að spyrna við fótum. Landsbyggðin aflaði mikilla tekna fyrir ríkissjóð og vigtuðu þær tekjur mikið ef svo má að orði komast. Tekjur landsmanna voru notaðar fyrir uppbyggingu í Reykjavík. Öll stjórnsýsla er þar og þarna voru ýmis mannvirki byggð sem svo hafa verið seld útvöldum mönnum á litlu verði. Einnig voru og eru allir milliliðir þarna eins og þeir sem fluttu út sjávarafurðir. Þessir aðilar kunnu alveg að mata krókinn og minnst fengum við svo til baka þegar upp var staðið. Því miður getum við ekki aflað eins og seinnihlutann á tuttugustu öldinni vegna kvótalaga Halldórs Ásgrímssonar. Nú er kvótinn kominn í hendurnar á fáum útvöldum ríkisbubbum og er hann einn af þeim með sín eftirlaun sem þingmaður og ráðherra og á sama tíma í góðu starfi.
Allir ánægðir eða hvað???
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.5.2008 kl. 20:16
Sæll Jakob.
Ekki veit ég hvernig þú hefur fengið þá flugu í þinn haus að ég væri talsmaður Vestfirðinga, það er al rangt hjá þér og ég vil biðja þig að koma þeirri leiðréttingu á framfæri til þina"dáta" að svo sé ekki, ég hef eingöngu skrifað hér undir mínu "nikki" / nafni og þá frekar til að hafa gaman af en hitt, en varðandi þín svör til mín þá vil ég benda þér á að orðaforði þinn minnir töluvert á málflutning talsmanns samtaka sem berst einnig vonlausri baráttu þeas. Pauls Watsons en í ykkar málflutningi ber of mikið á hnútukasti í garð fólks sem af einhverjum ástæðum er ekki sammála ykkur, það er nú ekki talið vænlegt til framdráttar málstaðs að fá alla uppá móti sér, þegar ég líkti baráttu þinni við slag riddarans hugprúða Don Kíkóta úr sögu Miguel de Cervantes um baráttu hanns við vindmillurnar þá var eins þú fattaðir að þín barátta væri svipuð en þú svaraðir með reiði orðum í minn garð "ætla nú ekki að tala um orð þín í garð bæjarstjóra og bæjarstjórnar Vesturbyggðar þau er vonandi hægt að lesa hér á þessari síðu ennþá, en ég endur tek orð mín um að ég mun taka ofan minn hatt þegar þyrlusveitin frá Canada kemur og fyllir Vestfirði af ferðamönnum og einnig þegar floti þinn með þúsundir tonna af aflaheymildum til fiskveiða kemur kemur til að redda okkur þessum vonlausu einstaklingum sem efuðumst.
En að lokum viltu ekki segja okkur lesendum þessarar síðu frá aðkomu þinni að atvinnu og útgerðarsögu Bíldudals bara til að allir viti alla söguna alla, sögu þína við vindmillurnar.
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 30.5.2008 kl. 18:46
Sæll Doritaxi. Mikið vildi ég að það væri hægt að grafa þessa stríðsöx sem þú ert að nota gagnvart okkur. Við viljum bæði þér og öðrum vel og ég skil ekki af hverju við megum ekki koma með hugmyndir. Við erum Vestfirðingar og við erum ósátt við þróun mála. Setti innlegg á netfangið þitt og vona að ég heyri frá þér. Ég er þreytt á þessum athugasemdum og það hlýtur að vera hægt að finna lausn.
Áfram Vestfirðir.
Með friði/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 19:11
Atvinnu og útgerðarsögu Bíldudals er hægt að lesa á minni heimasíðu hvað varðar aðkomu mína að atvinnumálum á Bíldudal er EKKERTsem ég get ekki verið stoltur af. Þau tvö fyrirtæki sem ég var framkvæmdarstjóri fyrir voru með mikinn rekstur og starfsmenn um 100 á sjó og í landi. Bæði þessi fyrirtæki voru rekinn með hagnaði og auk fiskvinnslu í landi gerðum við út einn togara og tvo 200 tonna línu- og rækjuskip og höfðum yfir að ráða um 3.000 tonnum af kvóta. Laun og launatengd gjöld og allir reikningar voru greiddir á réttum tíma. Þá voru íbúar á Bíldudal rúmlega 400 en eru í dag um 180. Ég er stoltur af þessu tímabili frá 1978 til 1993 en eins og áður sagði er þessi saga öll á minni síðu ef þú hefur áhuga á að lesa hana. Það þurfti oft að berjast mikið bæði við vindmyllur og annað. En saga er skráð á minni síðu og öllum frjálst að lesa hana. Við erum ekkert á móti öllum sem ekki eru okkur sammála. Það má hver og einn hafa sína skoðun í friði fyrir mér. En það er stór munur á rökréttri gagnrýni eða skítkasti og bulli um hluti sem menn vita ekkert um, eða vilja ekki vita,
Jakob Falur Kristinsson, 4.6.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.