Erfið fæðing

Það ætlar að ganga illa að fá fólk til að skrá sig í þetta félag en leiðbeiningar um það eru á síðunni hvernig á að skrá sig sem félaga.  Ég átti nú von á betri viðbrögðum en þá er ekkert að gera annað en halda áróðrinum áfram og virkja sem flesta.  Það er langt í frá að við sem stofnuðum þessi samtök séum að gefast upp, síður en svo.  "Við hættum ekki fyrr en Fríríkið Vestfirðir verður að veruleika." Fyrirtæki hringja stöðug til mín til að fá fréttir og þau bíða tilbúinn til að hefja uppbyggingu á Vestfjörðum og skapa þar 500-1000 ný störf.  Á ég virkilega að trúa því að olíuruglið hafi þessi áhrif.  En eitt get ég fullyrt að olíuhreinsistöð verður ALDREI byggð á Vestfjörðum svo fólki er óhætt að gleyma því strax.  Þótt Ragnar Jörundsson bæjarstjóri í Vesturbyggð fullyrði að 99% líkur séu á að stöðin komi.  En þá var hann líka að koma úr kaffiboði hjá rússnenska sendiherranum.  Eitthvað hefur sá rússneski lætt í kaffibollan hjá Jörundi, því eftir þennan fund varð Ragnar kexruglaður og þvældi tóma vitleysu.

Ágætu Vestfirðingar komið nú í lið með okkur og þá verður framtíðin björt á Vestfjörðum og fólk fer að flytjast þangað í stórum stíl.

Eigið góðan dag,

Jakob Kristinsson


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þú hefur mikið til þíns máls...en fæstir vilja hlusta!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.8.2008 kl. 01:29

2 identicon

Ég stið þig fullkomlega!

Bjarki (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nú þurfa fleiri að koma inn með okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 12:26

4 Smámynd: Aron Ingi Ólason

Ég bý nú ekki á vestfjörðum en ég myndi glaðastur flytja þangað ef þessi draumur rætist. 

Aron Ingi Ólason, 6.9.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Kristinsson

Höfundur

Jakob Kristinsson
Jakob Kristinsson

Þetta er síða BBV-samtakanna og hér er öllum leyft að skrifa og koma með hugmyndir

Til að skrá sig inn er Notendanafn: bbv1950 og lykilorð 231122 Þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökum, skrá sig inn og er nóg að skrifa nafn, heimilisfang og kennitölu.  Þa sem ekki hefur enn tekist að setja upp lista þar sem þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökunum munum við nota gestabókina til þess og fólk skráir sig inn á síðuna og setur síðan nafn, heimilisfang, símanúmer og kennitölu og er þá um leið orðnir félagar í BBV-Samtökunum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skipaskurður 2
  • canal locks2
  • Skipaskurður
  • Tálkni
  • c documents and settings owner my documents my pictures cesil img 3810 293710

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband