3.8.2008 | 09:40
Erfið fæðing
Það ætlar að ganga illa að fá fólk til að skrá sig í þetta félag en leiðbeiningar um það eru á síðunni hvernig á að skrá sig sem félaga. Ég átti nú von á betri viðbrögðum en þá er ekkert að gera annað en halda áróðrinum áfram og virkja sem flesta. Það er langt í frá að við sem stofnuðum þessi samtök séum að gefast upp, síður en svo. "Við hættum ekki fyrr en Fríríkið Vestfirðir verður að veruleika." Fyrirtæki hringja stöðug til mín til að fá fréttir og þau bíða tilbúinn til að hefja uppbyggingu á Vestfjörðum og skapa þar 500-1000 ný störf. Á ég virkilega að trúa því að olíuruglið hafi þessi áhrif. En eitt get ég fullyrt að olíuhreinsistöð verður ALDREI byggð á Vestfjörðum svo fólki er óhætt að gleyma því strax. Þótt Ragnar Jörundsson bæjarstjóri í Vesturbyggð fullyrði að 99% líkur séu á að stöðin komi. En þá var hann líka að koma úr kaffiboði hjá rússnenska sendiherranum. Eitthvað hefur sá rússneski lætt í kaffibollan hjá Jörundi, því eftir þennan fund varð Ragnar kexruglaður og þvældi tóma vitleysu.
Ágætu Vestfirðingar komið nú í lið með okkur og þá verður framtíðin björt á Vestfjörðum og fólk fer að flytjast þangað í stórum stíl.
Eigið góðan dag,
Jakob Kristinsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2008 | 08:39
Aumir Vestfirðir
Hinn sjálfskipaði talsmaður Vestfirðinga Dóri/taxi á Patreksfirði reynir allt hvað hann getur að berjast á móti því sem við í BBV-Samtökunum erum að gera. Hann gerir athugasemd við eina af mínum færslum hér á síðunni og spyr hvað ég sé að drekka? Hefur maðurinn slíka ofurtrú á áfengi að hann telji að ekkert sé hægt að gera nema undir áhrifum þess. Eins segir hann að við séum vonsvikin yfir að bæjarstjórn Vesturbyggðar skuli ekki leggja trúnað í bullið í okkur og talar um að við segjum ekki satt frá þegar við erum að ræða um öll þau fyrirtæki sem viðja koma til Vestfjarða. Hvaða andskotans rugl er þetta í þér Dóri/taxi. Ég veit ekki hvaða rétt þessi maður hefur til að tala fyrir hönd allra Vestfirðinga a.m.k. skrifaði hér á síðuna kona Arabia og sagði að Dóri /taxi talaði ekki fyrir hönd Patreksfirðinga hvað þá Vestfjarða allra og tók ég það þannig að þessi kona byggi á Patreksfirði. Nú nýlega var t.d. skrifað undir merkilegan samning hjá fyrirtæki í Bolungarvík við þýska ferðaskrifstofu og hvað skeður þá? Upp kemur andskotans öfundin og meirihlutinn í bæjarstjórn Bolungarvíkur springur vegna þess að kona sem var forseti bæjarstjórnar var eigandi að þessu fyrirtæki ásamt sínum systkinum. Nú sest í bæjarstjórastólinn maður sem hefur nú komið ansi mikið nálægt atvinnumálum í Bolungarvík og má segja að hans ætt hafi nánast verið áskrifandi að embætti bæjarstjóra í mör ár. Ég hef rætt við marga á Vestfjörðum og flestir hafa tekið okkar hugmyndum fagnandi og þótt ég hafi verið í viðræðum við þessa þýsku ferðaskrifstofu gleðst ég yfir að samningur við fyrirtæki í Bolungarvík er í höfn. Okkur í BBV-Samtökunum er nákvæmlega sama hvort bæjarstjórn Vesturbyggðar er ánægð með okkar tillögur, við ætluðum ekkert að sækja þangað, frekar styrkja Vesturbyggð.
Það er staðreynd að tvö af stærstu sveitarfélögunum á Vestfjörðum þ.e. Vesturbyggð og Ísafjarðabær væru gjaldþrota ef ríkið hefði ekki keypt af þeim Orkubú Vestfjarða en þeir peningar sem fengust fyrir þá sölu verða bara notaðir einu sinni. Svo brátt fer að síga á ógæfuhliðina á ný hjá þessum sveitarfélögum og hvað þá?
Salan á Orkubúinu var brjálæði nú þegar allt orkuverð er hækkandi og varð til að veikja Vestfirði enn frekar.
Þar sem ég er nú kominn í fulla vinnu er tíminn orðin takmarkaður til að sinna þessu verkefni og ef þeir eru margir sem hugsa eins og Dóri/taxi fer maður að hugsa sig um hvort það borgi sig að standa í þessu og reyna að koma þeim samböndum sem ég hef aflað á aðra aðila en fríríkið Vestfirðir verður að stofna áður en Dórarnir og taxarnir kjafta allt í eyði.
Jakob Kristinsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.4.2008 | 12:59
Kompás
Ég býð spenntur eftir Kompásþættinum í kvöld en þá á að halda áfram að fjalla um olíuhreinsistöðina á Vestfjörðum. Nú verður ekki reynt að toga upplýsingar upp úr Rússum og þeirra líkum. Nú á að ræða við vestræna aðila sem gefa örugglega betri upplýsingar og þekkja olíuslysin sem víða hafa orðið. Nú hefur samgöngumálaráðuneytið í samvinnu við Siglingamálastofnun skipulagt nýja siglingaleið fyrir stór skip í Faxaflóa og sunnan við Reykjanes og verða skipin að sigla mun dýpra en áður. Það sama á auðvita að gera við Vestfirði líka og risaolíuskip 200-300 þúsund tonn ættu ekki að fá að koma nær landi en 50 sjómílur. Hvernig haldið þið að Vestfirðir og Norðurland yrðu ef 300 þúsund tonna olíuskip sykki úti fyrir Vestfjörðum og straumar bæru olíumengun norður fyrir land. Mengunin yrði gífurleg og sennilega aldrei bætt. Á Vestfjörðum eru tvö af stærstu fuglabjörgum heims. Þar dræpist allt líf og fiskimiðin yrðu öll menguð og fiskurinn syndir um allan sjó og ekkert hægt að gera til bjargar. Þetta olíurugl er stórhættulegt og að bæjarstjóri Vesturbyggðar skuli láta út úr sér að þessi olíustöð mengi ekkert og hefur það eftir Rússneska sendiherranum, sem hann segir að hafi boðið sér í kaffi til að útskýra málin. Eitthvað furðulegt hefur nú verið í kaffinu fyrst bæjarstjórinn er svona sannfærður um að heiðarleg fyrirtæki ætli að standa að þessu máli, bæði rússnesk og vestræn. Þetta vestræna fyrirtæki er nú bara rússneskt skúffufyrirtæki og skráð á Írlandi. Það er nú ekki burðugra en það að fyrirtækið hefur ekki síma eða einn einasta starfsmann og hlutaféð er 1.100 evrur eða rúmar 100 þúsund íslenskar krónur og ætlast til að maður trúi því að slíkt fyrirtæki geti staðið fyrir 300 milljarða framkvæmd á Vestfjörðum. Ég held að bæjarstjórinn ætti að heimsækja einhvern leikskólann í sínu bæjarfélagi og biðja börnin að útskýra fyrir sér að þetta er rugl frá upphafi til enda. Ég komst að þeirri niðurstöðu um helgina að Vestfirðir fara aldrei í eyði, því ef íslendingar vilja ekki búa þar, þá kemur bara erlent fólk og sest þarna að. Það eru margir þjóðfélagshópar nánast landlausir í heiminum. En vonandi kemur ekki til þess ef hlustað verður á tillögur okkar í BBV-Samtökunum og farið eftir þeim.
Jakob Kristinsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.4.2008 | 12:35
Olíuhreinsistöð
Það var mjög góð úttekt hjá Kastljósi á hinni væntanlegu olíuhreinsistöð. Þar kom fram að þegar verið er að ræða um að þetta séu bæði rússnesk og vestræn fyrirtæki, sem ætli að standa að þessari risaframkvæmd. Þá kemur nú í ljós að Rússar eru að koma sér fyrir á stað þar sem þeir teljast með vestrænum fyrirtækjum. Öll tengsl þessara rússnesku fyrirtækja við vesturlönd eru skúffufyrirtæki, sem eru notuð til að geyma peninga sem forustumenn þessara eru að stela frá fyrirtækjunum. Það er rætt um að það fyrirtæki sem yrði í samstarfi við íslendinga um 300 milljarða framkvæmd er staðsett á Írlandi og er nú ekki sterkara en það að hlutafé þess er 1.100 evrur. Þetta er rugl og vitleysa frá upphafi til enda og verður aldrei framkvæmt, sama hvað bæjarstjóri Vesturbyggðar drekkur marga kaffibolla hjá rússneska sendiherranum.
Jakob Kristinsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.4.2008 | 11:39
Hvaða áhugaleysi er þetta?
Ég er nú bara orðinn steinhissa á áhugaleysi íbúa Vestfjarða á starfi okkar í BBV-Samtökunum. Þeir aðilar sem sýna okkar starfi mestan áhuga eru erlendir. Við höfum nú í hendi um 1000 störf og nokkra milljarða í peningum til framkvæmda, en það furðulega er að áhugi Vestfirðinga er lítill sem enginn. Ætla Vestfirðingar bara að fljóta sofandi að feigðarósi og horfa þegjandi á að stjórnvöld í þessu landi eru búin að taka ákvörðun um að leggja Vestfirði í eyði. Er fólki virkilega alveg sama hvað verður um þennan landshluta? Ef svo er þá er allt okkar starf unnið fyrir lítið. Á Vestfjörðum býr gott og duglegt fólk og ég læt segja mér það tvisvar áður en ég trúi að þetta fólk ætli að fremja svo gott sem sjálfsmorð og skilja við Vestfirði í rúst og í algerri eyði. Það er ekkert annað en aumingjaskapur að berjast ekki á móti þessari þróun með öllum tiltækum ráðum. Fólk má ekki vera svo pólitískt blint að það tortími sinni heimabyggð og sjálfum sér með. Það liggur fyrir að þessari þróun má snúa við ef áhugi heimamanna væri fyrir hendi, ef hann er það ekki verður auðvitað ekkert gert. Við í BBV-Samtökunum reiknuðum með að fá heimamenn í lið með okkur, því við getum ekki komið vaðandi inn á svæðið og hafið framkvæmdir í óþökk heimamanna. En hjá okkur er engin uppgjöf.
Þetta skal verða að veruleika og fríríkið Vestfirðir verður stofnað hvað sem hver segir.
Jakob Kristinsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2008 | 08:21
Fiskimið Vestfjarða
Hugsið ykkur allan þann fjársjóð sem er í fiskimiðum Vestfjarða , en Vestfirðingar fá ekki að nýta að hluta vegna hins fáránlega kvótakerfis. Það mun verða blómatímabil og miklar framfarir þegar fríríkið Vestfirðir situr eitt að sínum fiskimiðum og útgerðarmenn víða af landinu munu hópast vestur til að fá að gera þar út. Vestfirðir munu aftur öðlast hina fornu frægð hvað fiskveiðar og vinnslu snertir. Það verða engir smáaurar sem fiskimiðin gefa okkur, það verða milljarðar sem koma síðan til með að standa undir öllum kostnaði við rekstur fríríkisins Vestfirðir og allt annað verður bara viðbót sem eflir hið nýja ríki enn frekar.
Jakob Kristinsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 10:40
Alþjóðaflugvöllur á Vestfjörðum
Ég hef verið í talsverðu sambandi við fyrirtæki í Kanada sem sérhæfir sig í að þjónusta allan þann fjölda skemmtiferðaskipa, sem sigla hingað norður. Ferðir með þessum skipum eru mjög dýrar og að sama skapi gera farþegar kröfur um að allt sé 100% miðað við þær upplýsingar sem það fékk þegar ferðin var keypt. Þetta eru mest moldríkir ellilífeyrisþegar sem fara í þessar ferðir og um borð í skipin má ekki vanta einn einasta hlut. Þetta kanadíska fyrirtæki hefur yfir að ráða 10-15 þyrlum sem geta flogið 350 sjómílur á haf út og til baka aftur án þess að taka eldsneyti. Þetta fyrirtæki þarf vegna þjónustu sinnar að vera með mikla birgðageymslur í landi og tilbúið að útvega nánast hvað sem er. Fyrirtækið hefur reynt að fá aðstöðu á íslandi en ekkert gengið vegna þess að þeir þurfa svokallað tollfrjálst svæði. Þegar við fórum að kynna okkar hugmyndir um fríríkið Vestfirði, þá settu þeir sig í samband við mig og eru tilbúnir að reisa þyrlupalla víða á Vestfjörðum og eins byggja nýja höfn í Arnarfirði og þeir hafa einnig áhuga á að gera Bíldudalsflugvöll að alþjóðaflugvelli og kosta stækkun hans svo þar gætu lent þotur af stærstu gerð og einnig hótel sem myndi hýsa þeirra starfsmenn. Þetta er bara eitt dæmið af mörgum sem við höfum í hendi varðandi ný störf í hinu nýja fríríki Vestfirðir. Svona kemur þetta hægt og rólega ef rétt er haldið á spilunum.
Jakob Kristinsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2008 | 10:19
Kamtjaka
Fyrir nokkrum árum ákváðu Íslenskar Sjávarafurðir hf. að taka þátt í miklu verkefni á Kamtjaka í Rússlandi á sviði fiskvinnslu og veiða. Ég var að hugsa um að fara þarna en hætti við en góður kunningi minn fór og er lýsingin hér á eftir hans:
Ég fékk vægt taugaáfall við að koma þarna, Þarna stóðu blokkir í röðum allar eins og þar áttum við að búa. Þessar blokkir gátu varla talist mannabústaðir og ég tók eftir því að utan á hverri blokk var stór kassi og var hann ætlaður til að taka við öllu frá vöskum baði og klósetti. Lyktin af þessu var ógeðsleg og einu sinni í viku kom klósettbíllinn, sem var stór trukkur með háum skjólborðum og var allt innihald kassans látið falla á pall bílsins, sem síðan ók í burtu og skvettur og gusugangur fór yfir skjólborðin og á göturnar og ekkert var þrifið á eftir, bara rottur sem eltu bílinn. Blokkirnar voru með opnum stigagöngum og þar sváfu á nóttinni rónar og útigangsfólk og allt fullt af rottum. Síðan kom að því að fara átti að vinna fisk og fiskvinnsluhúsið var í stíl við allt hitt. Þar inni var akkúrat ekkert, en hnífar og fleiri tæki hafði verið sent frá Íslandi og fyrsta vinnudaginn var starfsfólkinu afhentir sloppar, stígvél og tæki til að vinna fiskinn með. Daginn eftir mætti þetta sama fólk alslaust og búið að stela öllu sem það hafði fengið daginn áður. Eftir þetta varð að leita á öllu starfsfólki þegar það fór heim eftir vinnu. Það höfðu komið stál frá Íslandi til að brýna hnífana en þau voru lítið notuð því fólkið kunni það ekki heldur notaði stóran stein sem var í einu horninu og þar voru hnífarnir brýndir. Svo kom að því að enginn fiskur kom til vinnslu og þegar haft var samband við togarana sem voru á veiðum, fengust þau svör að rússnesku skipstjórarnir höfðu hætt veiðum fyrir nokkrum dögum og létu nú reka við japönsku landhelgislínuna og væru að bíða eftir flutningarskipum frá Japan sem væru væntanleg með bílhræ sem rússarnir ætluðu að kaupa.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um framhald á þessu verkefni, því var sjálfhætt nokkrum mánuðum seinna og íslendingarnir fóru heim. Aldrei var gefið upp hvað þetta ævintýri kostaði.
En ég bara spyr er það svona hlutir sem bíða Vestfjarða þegar Rússar fara að reisa þar olíuhreinsistöð? Það er glæsileg framtíð eða hitt þó heldur og ótrúlegt að menn sem eiga að teljast vera með fullu viti skuli hlusta á svona rugla. Auðvita koma með þessu störf en eru það störf sem íslendingar vilja vinna? Ætla bæjarstjórarnir Ragnar Jörundsson og Halldór Halldórsson að skiptast á að aka klósettbílnum?
Jakob Kristinsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2008 | 17:42
Davíð Oddsson, nei takk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2008 | 10:15
Vestfirðir
Hver verður framtíð Vestfjarða miðað við óbreytt ástand. Svarið er einfalt, framtíðin er engin. Fólk mun áfram flytja í burtu ef það kemst. Eftir munu standa draugabæir þar sem enginn býr og allt líflaust. Þegar ég flutti hingað í Sandgerði haustið 2005 ók maður alltaf framhjá herstöð kananna á Keflavíkurflugvelli. Uppljómaða og allt fullt af lífi, en svo fór kaninn og eftir stóð draugabær með allri þeirri aðstöðu sem þarf í nokkur þúsund manna bæ. Þarna voru skólar, leikvellir, sjúkrahús, kvikmyndahús ofl. Eftir að kaninn fór var ömurlegt að aka þarna framhjá allt líflaust og enginn ljós. En með samstilltu átaki hefur tekist að koma lífi í þennan bæ aftur og er hann nú allur upplýstur og fullur af fólki og fjölbreytt mannlíf. Mikið af eignum sem skildar voru eftir fyllast óðum af lífi og margskonar starfsemi er komin þarna í gang. Viljum við að Vestfirðir fari svona? Nei það vill auðvita enginn, en ef ekkert er gert mun það ske og hætt við að endurreisnin verði mun erfiðari en á Keflavíkurflugvelli, ef hún þá tekst. Þá fyrst hrekkur fólk við og fer að spyrja "Af hverju fór þetta svona?" Vestfirðir eru á góðri leið með að fara í eyði af mannavöldum ef það skeður ekki af hugsanaleysi, þá mun hin nýja olíuhreinsistöð sjá um það að ekki verður búandi á Vestfjörðum. Nei nú hlustum við ekki á neitt helvítis kjaftæði lengur, heldur tökum málin í okkar hendur og til að fá frið til að byggja upp er nauðsynlegt að segja skilið við Ísland og allt það rugl og gera eitthvað róttækt í málunum áður en það verður of seint.
Stofna fríríkið Vestfirði sem fyrst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Jakob Kristinsson
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar