Kamtjaka

Fyrir nokkrum árum ákváðu Íslenskar Sjávarafurðir hf. að taka þátt í miklu verkefni á Kamtjaka í Rússlandi á sviði fiskvinnslu og veiða.  Ég var að hugsa um að fara þarna en hætti við en góður kunningi minn fór og er lýsingin hér á eftir hans:

 Ég fékk vægt taugaáfall við að koma þarna, Þarna stóðu blokkir í röðum allar eins og þar áttum við að búa.  Þessar blokkir gátu varla talist mannabústaðir og ég tók eftir því að utan á hverri blokk var stór kassi og var hann ætlaður til að taka við öllu frá vöskum baði og klósetti.  Lyktin af þessu var ógeðsleg og einu sinni í viku kom klósettbíllinn, sem var stór trukkur með háum skjólborðum og var allt innihald kassans látið falla á pall bílsins, sem síðan ók í burtu og skvettur og gusugangur fór yfir skjólborðin og á göturnar og ekkert var þrifið á eftir, bara rottur sem eltu bílinn.  Blokkirnar voru með opnum stigagöngum og þar sváfu á nóttinni rónar og útigangsfólk og allt fullt af rottum.  Síðan kom að því að fara átti að vinna fisk og fiskvinnsluhúsið var í stíl við allt hitt.  Þar inni var akkúrat ekkert, en hnífar og fleiri tæki hafði verið sent frá Íslandi og fyrsta vinnudaginn var starfsfólkinu afhentir sloppar, stígvél og tæki til að vinna fiskinn með.  Daginn eftir mætti þetta sama fólk alslaust og búið að stela öllu sem það hafði fengið daginn áður.  Eftir þetta varð að leita á öllu starfsfólki þegar það fór heim eftir vinnu.  Það höfðu komið stál frá Íslandi til að brýna hnífana en þau voru lítið notuð því fólkið kunni það ekki heldur notaði stóran stein sem var í einu horninu og þar voru hnífarnir brýndir.  Svo kom að því að enginn fiskur kom til vinnslu og þegar haft var samband við togarana sem voru á veiðum, fengust þau svör að rússnesku skipstjórarnir höfðu hætt veiðum fyrir nokkrum dögum og létu nú reka við japönsku landhelgislínuna og væru að bíða eftir flutningarskipum frá Japan sem væru væntanleg með bílhræ sem rússarnir ætluðu að kaupa. 

Það þarf ekki að hafa mörg orð um framhald á þessu verkefni, því var sjálfhætt nokkrum mánuðum seinna og íslendingarnir fóru heim.  Aldrei var gefið upp hvað þetta ævintýri kostaði.

En ég bara spyr er það svona hlutir sem bíða Vestfjarða þegar Rússar fara að reisa þar olíuhreinsistöð?  Það er glæsileg framtíð eða hitt þó heldur og ótrúlegt að menn sem eiga að teljast vera með fullu viti skuli hlusta á svona rugla.  Auðvita koma með þessu störf en eru það störf sem íslendingar vilja vinna?  Ætla bæjarstjórarnir Ragnar Jörundsson og Halldór Halldórsson að skiptast á að aka klósettbílnum?

Jakob Kristinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jakob Kristinsson

Höfundur

Jakob Kristinsson
Jakob Kristinsson

Þetta er síða BBV-samtakanna og hér er öllum leyft að skrifa og koma með hugmyndir

Til að skrá sig inn er Notendanafn: bbv1950 og lykilorð 231122 Þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökum, skrá sig inn og er nóg að skrifa nafn, heimilisfang og kennitölu.  Þa sem ekki hefur enn tekist að setja upp lista þar sem þeir sem vilja vera félagar í þessum samtökunum munum við nota gestabókina til þess og fólk skráir sig inn á síðuna og setur síðan nafn, heimilisfang, símanúmer og kennitölu og er þá um leið orðnir félagar í BBV-Samtökunum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Skipaskurður 2
  • canal locks2
  • Skipaskurður
  • Tálkni
  • c documents and settings owner my documents my pictures cesil img 3810 293710

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband