20.4.2008 | 10:40
Alþjóðaflugvöllur á Vestfjörðum
Ég hef verið í talsverðu sambandi við fyrirtæki í Kanada sem sérhæfir sig í að þjónusta allan þann fjölda skemmtiferðaskipa, sem sigla hingað norður. Ferðir með þessum skipum eru mjög dýrar og að sama skapi gera farþegar kröfur um að allt sé 100% miðað við þær upplýsingar sem það fékk þegar ferðin var keypt. Þetta eru mest moldríkir ellilífeyrisþegar sem fara í þessar ferðir og um borð í skipin má ekki vanta einn einasta hlut. Þetta kanadíska fyrirtæki hefur yfir að ráða 10-15 þyrlum sem geta flogið 350 sjómílur á haf út og til baka aftur án þess að taka eldsneyti. Þetta fyrirtæki þarf vegna þjónustu sinnar að vera með mikla birgðageymslur í landi og tilbúið að útvega nánast hvað sem er. Fyrirtækið hefur reynt að fá aðstöðu á íslandi en ekkert gengið vegna þess að þeir þurfa svokallað tollfrjálst svæði. Þegar við fórum að kynna okkar hugmyndir um fríríkið Vestfirði, þá settu þeir sig í samband við mig og eru tilbúnir að reisa þyrlupalla víða á Vestfjörðum og eins byggja nýja höfn í Arnarfirði og þeir hafa einnig áhuga á að gera Bíldudalsflugvöll að alþjóðaflugvelli og kosta stækkun hans svo þar gætu lent þotur af stærstu gerð og einnig hótel sem myndi hýsa þeirra starfsmenn. Þetta er bara eitt dæmið af mörgum sem við höfum í hendi varðandi ný störf í hinu nýja fríríki Vestfirðir. Svona kemur þetta hægt og rólega ef rétt er haldið á spilunum.
Jakob Kristinsson
Um bloggið
Jakob Kristinsson
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
omfg þið rúllið bbv!! ÁFRAM VESTFIRÐIR!! NIÐUR MEÐ RÍKISTJÓRNINA Á ÍSLANDI OG ÞESSA BÉVÍTANS RÚSSA!!
,.+*°^°*+., (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 13:35
ÞEtta er aldeilis frábært að heyra Jakob. Áfram Vestfirðir. Við rúlum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2008 kl. 15:20
Já Ásthildur það mun ekkert stoppa okkur og þetta SKAL VERÐA AÐ VERULEIKA
Jakob Kristinsson, 21.4.2008 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.