21.4.2008 | 08:21
Fiskimið Vestfjarða
Hugsið ykkur allan þann fjársjóð sem er í fiskimiðum Vestfjarða , en Vestfirðingar fá ekki að nýta að hluta vegna hins fáránlega kvótakerfis. Það mun verða blómatímabil og miklar framfarir þegar fríríkið Vestfirðir situr eitt að sínum fiskimiðum og útgerðarmenn víða af landinu munu hópast vestur til að fá að gera þar út. Vestfirðir munu aftur öðlast hina fornu frægð hvað fiskveiðar og vinnslu snertir. Það verða engir smáaurar sem fiskimiðin gefa okkur, það verða milljarðar sem koma síðan til með að standa undir öllum kostnaði við rekstur fríríkisins Vestfirðir og allt annað verður bara viðbót sem eflir hið nýja ríki enn frekar.
Jakob Kristinsson
Um bloggið
Jakob Kristinsson
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.